Mér fannst aðdáunarvert hvað Mundo hélt vel utan um íslenska hópinn og gerði þeim ljóst frá upphafi að leitað yrði leiða til að aðstoða þau ef þau ættu í vanda. Starfsfólk Mundo er reynslumikið og veit hvað komið getur upp á. Við foreldrarnir fengum fréttir og myndir af krökkunum daglega og sáum þar svart á hvítu hvað það var gaman. Þarna var boðið upp á fullkomna blöndu af fræðslu og skemmtun. Sonur minn var himinlifandi með Spánardvölina og við foreldrarnir líka.