Portúgalski Jakobsvegurinn liggur frá Lissabon um Porto til Santiago de Compostela. Hópurinn ætlar að ganga frá Porto til Santiago meðfram hvítum sand- og klettaströndum, um skógarstíga og sveitaþorp. Við munum njóta þess að finna lyktina af sumrinu, gæða okkur á góðum mat, rækta líkama og sál og njóta þess að vera til í góðum félagsskap og fallegu umhverfi.
Heildarvegalengd er 300 km, dagleiðir eru 20-30 km. Þátttakendur taki ábyrgð á því að þær hafi heilsu og úthald í þetta mikla göngu. Mögulega er hægt að taka leigubíl einhverja daga til að stytta göngu ef viðkomandi þarf á því að halda, en það er á kostnað þess sem gerir það. Anna aðstoðarkona í fylgdarbíl sér um að græja hádegismat og ýmislegt fleira, en sér ekki um að keyra þátttakendur milli staða, nema einhver verði veik. Gengið er í þögn fram að hádegi. Gengið er með léttan dagpoka. Farangur er trússaður á milli gististaða, ein taska (max 12 kg) á hvern þátttakanda.
Ferðin tekur samtals 18 daga. Fyrir utan ferðadaga til og frá Íslandi eru þetta 16 dagar, þar af 12-13 göngudagar með einum hvíldardegi inni á milli. Eftir komu til Santiago verður dvalið eina nótt þar og síðan farið til Finisterre (heimsenda), áður en haldið er aftur til Porto. Flogið er í beinu flugi frá Íslandi til Porto 14. júní og komið heim sömu leið 1. júlí. Rúmlega helmingur leiðarinnar er um Portúgal en síðari hluti göngunnar í Galisíu á Spáni.
Fararstýrur: Margrét Jónsdóttir Njarðvík, Elínborg Sturludóttir og Þórhalla Andrésdóttir
Aðstoðarkona: Anna Ingadóttir
Ferðatímabil: 14. júní – 1. júlí 2025
Verð m.v. tveggja manna herbergi: 599.000 kr (ef greitt er staðfestingargjald fyrir 1. desember 2024 lækkar verðið 579.000 kr)
Aukagjald fyrir einbýli: 110.000 kr
Staðfestingargjald: 149.000 kr (vinsamlega skrifið nafn herbergisfélaga í athugasemd þegar bókað er)
Lokagreiðsla greiðist fyrir 30. apríl 2025 – greiðsluseðill verður sendur í heimabanka
Fjöldi farþega: lágmark 24 – hámark 32