Tveggja vikna spænskunámskeið og uppbyggilegt hópastarf fyrir 14-16 ára ungmenni. Alla daga er fjölbreytt dagskrá með afar góðu utanumhaldi og eru íslenskir fararstjórar með í ferðinni sem halda utan um hópinn.
Gist er hjá spænskum fjölskyldum til að kynnast enn betur spænskri menningu og tungumálinu.
Spænskubúðir Mundo hafa nú verið starfræktar frá árinu 2012. Það eru engar ýkjur að þær eru flaggskip og stolt ferðaskrifstofunnar og fjöldi þeirra ungmenna sem dvalið hefur í Zafra hleypur nú á hundruðum. Búðirnar 2024 verða í Zafra í Extremadura sem er 20 þúsund manna bær í 150 kílómetra fjarlægð frá Sevilla. Bærinn er meðal þrjátíu fallegustu þorpa Spánar. Hann er jafnframt lítill og öruggur, hefur flest sem unglingar hafa gaman af en ekki það sem foreldrar óttast.
Farastjóri og leiðbeinandi hópsins Nanna Hlíf Ingvadóttir starfsmaður MUNDO. Nanna Hlíf hefur kennt öllum aldri, skapandi tónlist og hreyfingu í 25 ár og á kennaranámskeiðum víða um heim. Nanna mun halda með mjúkri hendi utan um hópinn, leiða umræður um menningarmun og samskipti og líflegar hópeflisæfingar.
Í Zafra er einnig starfsmaður MUNDO, Eva Arenales sem sér um allt utanumhald s.s að finna fjölskyldur við hæfi, skipuleggja ferðir og uppákomur o.fl.
Skipulag:
Gisting og fæði:
Þátttakendur dvelja á spænskum heimilum þar sem búa ungmenni á svipuðum aldri. Þannig eru íslensku krakkarnir í öruggu umhverfi og í félagsskap spænskra ungmenna, nokkuð sem flýtir fyrir tungumálanáminu og eykur líkurnar á að vináttusambönd myndist fyrir lífstíð.
Námið:
Spænskutímar: 9.00 -13.00 mán-fös. Nemendur læra undirstöðuatriði málfræði en aðal áherslan er þó lögð á að geta talað og skilið einfaldar umræður á spænsku. Spænsku krakkarnir taka fullan þátt í dagskránni og sækja enskunámskeið á meðan íslensku krakkarnir er á spænskunámskeiði.
Hópastarf: Á hverjum degi gefum við okkur tíma til að ræða ýmiskonar hugleiðingar s.s samskipti, eigin upplifun – framkomu og viðbrögð, ólika menningu.
Dagskrá síðdegis og um helgar: Síðdegis eru spænsku og íslensku krakkarnir saman í skemmtilegri og fjölbreyttri afþreyingu undir leiðsögn spænskra og íslenskra fararstjóra.
Dæmi um dagskrá: Íþróttadagur, sundlaugaferðir, hjólatúr, borgarferð til Sevilla og Mérida, ferð á ströndina þar sem gist er eina nótt.
Umsjónarmaður ferðar: Nanna Hlíf Ingvadóttir
Ferðatímabil: 21. júní til 5. júlí 2025
Verð: 430.000 kr
Staðfestingargjald: 100.000 kr (óafturkræft nema ferð falli niður)
Eftirstöðvar greiðast fyrir 1.mai 2025 – greiðsluseðill sendur í netbanka
Upplýsingar gefur Nanna Hlíf í s. 850 4684 netfang: nannahlif@mundo.is