Nepal. Það er eitthvað við andrúmsloftið, náttúruna og fólkið sem þar býr. Þegar maður hefur einu sinni farið, þá langar mann aftur.
Þessi ferð er sannkallað ævintýri, þar sem við upplifum menningu, náttúru og dýralíf, fjögurra daga göngu í fjöllunum, dvöl á heilsulind – allt það besta sem Nepal hefur upp á að bjóða.
Ferðin er unnin í samstarfi við virta ferðaskrifstofu í Nepal, sem hefur á sínum snærum reynslumikið starfsfólk, þar sem gæði, öryggi og virðing fyrir umhverfinu eru í fyrirrúmi.
Tímasetning ferðarinnar er valin með það í huga að veður í Nepal á þessum tíma er gott til ferðalaga. Það er hlýtt og þurrt á daginn, en svalara á nóttunni.
Fararstjóri: Birna María Þorbjörnsdóttir framkvæmdastjóri Mundo. Hún hefur ferðast um Nepal og kynnst fólki, menningu og náttúru landsins. Hún verður með hópnum allan tímann og henni til aðstoðar í Nepal verður innlendur fararstjóri.
Ferðatímabil: 14.-30. október 2025
Verð: 698.500 kr – án flugs. Gist í tveggja manna herbergjum. Mundo aðstoðar við kaup á flugi.
Staðfestingargjald: 179.500 kr (óafturkræft nema ferð falli niður)
Fjöldi farþega: lágmark 10 – hámark 14
Eftirstöðvar greiðast fyrir 20. ágúst 2025 – greiðsluseðill kemur í netbanka
Upplýsingar gefur Birna í s. 561 4646 netfang: birna@mundo.is
Ferðatilhögun:
14. október: Flogið frá Íslandi til Kathmandu með tveimur millilendingum. Lent í Kathmandu 15. október.
Dagur 1 í Nepal: Lent í Kathmandu, ekið á 4* hótel í miðbænum. Frjáls dagur.
Dagur 2: Skoðunarferð um Kathmandu. Við förum m.a. á Bhakaptur Durbar torgið sem er á heimsminjaskrá UNESCO, sjáum Höll hinna 55 glugga, Nyatapola musterið og Boudhanath Stupa sem er ein stærsta stupan í heiminum.
Gist á 4* hóteli í Kathmandu. Innifalin máltíð: morgunmatur.
Dagur 3: Ekið til Trishuli þar sem farið er í tveggja klst siglingu á Trishuli ánni sem er hluti Gandaki vatnasvæðisins. Áin er ótrúlega blá á litinn, umhverfið og náttúran er stórkostlegt og upplifunin því einstök. Eftir Tirshuli er ekið til Pokhara, fallegrar borgar sem oft er nefnd „borgin við vötnin“ vegna nálægðar hennar við mörg vötn og ár. Þar sjást fjöll eins og Dhaulagiri, Manaslu og Machhapuchhre, fimm tindar Annapurna hringsins og fleiri.
Gist á 4* hóteli í Pokhara. Innifaldar máltíðir: morgunmatur og hádegismatur.
Dagur 4: Ekið til Nayapul sem er í 42 km fjarlægð frá Pokhara, um landbúnaðarsvæði og gróðursælar hæðir. Frá þorpinu Lumle er gengið til Tirkhe Dhunga. Leiðin liggur m.a. um bambusskóg, fram hjá stórum fossi með hyl sem hægt er að baða sig í, um grænar grundir og upp hæðina til Tirkhe Dhunga.
Gist í tehúsi (fjallaskála). Innifaldar máltíðir: morgunmatur, hádegismatur og kvöldmatur.
Dagur 5: Gengið frá Tirkhe Dhunga til Ghorepani (í 2.850 m hæð yfir sjávarmáli) og tekur gangan um 7 klst.
Gist í tehúsi (fjallaskála). Innifaldar máltíðir: morgunmatur, hádegismatur og kvöldmatur.
Dagur 6: Gengið upp á Poon Hill og áfram til Tadapani (í 2.610 m hæð yfir sjávarmáli). Gangan tekur um 8 klst. Þetta er mikilvægasti göngudagurinn í ferðinni. Við tökum daginn snemma og göngum upp á Poon Hill þar sem við munum horfa á sólina koma upp á dulúðlegan hátt á milli fjallstoppanna í fjarska. Þetta er algerlega mögnuð upplifun! Frá Poon Hill er líka stórkostlegt útsýni yfir til margra fjallatinda. Eftir að hafa notið útsýnisins er gengið aftur til Ghorepani og þaðan til Tadapani.
Gist í tehúsi (fjallaskála). Innifaldar máltíðir: morgunmatur, hádegismatur og kvöldmatur.
Dagur 7: Gengið frá Tadapani til Kimche sem tekur um það bil 3 klst. Þaðan er ekið til Pokhara.
Gist á 4* hóteli í Pokhara. Innifaldar máltíðir: morgunmatur og hádegismatur.
Dagur 8: Ekið frá Pokhara til Lumbini. Lumbini er fæðingarstaður Buddha, heilagur staður pílagríma og á heimsminjaskrá UNESCO. Við tökum gönguferðir um Lumbini, skoðum m.a. fæðingarstð Buddha og heimsækjum Maya Devi musterið.
Gist á 4* hóteli í Lumbini. Innifalin máltíð: morgunmatur.
Dagur 9: Ekið frá Lumbini í Chitwan þjóðgarðinn. Einn þekktasti og besti þjóðgarður Asíu, staðsettur í Suðurhluta Nepal. Þar má finna tegundir í útrýmingarhættu; hinn konunglega Bengal Tígur, einhorna nashyrninga, Gharial krókódíla, asíska fíla, letidýr og hlébarða svo eitthvað sé nefnt.
Gist í fallegum smáhýsum. Innifaldar máltíðir: morgunmatur, hádegismatur og kvöldmatur.
Dagur 10: Chitawan þjóðgarðurinn. Hægt er að velja um eitthvað af eftirtöldu: siglingu á kanó, fuglaskoðun, göngu um fallega náttúruna, heimsókn í fílauppeldis-búgarð, skoðunarferð þangað sem fílar baða sig, göngu um krókódílaslóðir, jeppasafari þar sem hægt er að sjá villt dýr í þeirra náttúrulega umhverfi, heimsókn í Tharu þorpið þar sem búa Terai frumbyggjar, og um kvöldið er svo boðið upp á menningardagskrá þar sem hægt er að taka þátt í þjóðlegum Tharu dansi undir trommuslætti frumbyggjanna.
Gist í fallegum smáhýsum. Innifaldar máltíðir: morgunmatur, hádegismatur og kvöldmatur.
Dagur 11: Flogið frá Chitwan til Kathmandu og þaðan ekið upp í Chandragiri hæðirnar þar sem dvalið verður næstu tvær nætur á spa-hóteli í 2.550 m hæð y.s. Þaðan er fallegt útsýni á marga fjallatoppa og yfir Kathmandu dalinn. Á hæðinni er líka musteri hindúa sem þeir tileinka bót og betrun.
Gist á Chandragiri Hill Resort. Innifalin máltíð: morgunmatur.
Dagur 12: Tilvalinn til að slaka á og njóta þess sem spa-hótelið hefur upp á að bjóða.
Gist á Chandragiri Hill Resort. Innifalin máltíð: morgunmatur.
Dagur 13: Ekið aftur til Kathmandu. Frjáls tími. Hægt að fara í Thamel hverfið og gömlu markaðina eða bara slaka á á hótelinu.
Gist á 4* hóteli í Kathmandu. Innifalin máltíð: morgunmatur.
Dagur 14: Eftir morgunmat á hótelinu förum við í skoðunarferð um Kathmandu þar sem við skoðum m.a. byggingar fá 14. og 17. öld. Um kvöldið er svo hátíðarkvöldverður á þjóðlegum veitingastað þar sem við fáum að njóta nepalskra rétta og dansatriða listafólks.
Gist á 4* hóteli í Kathmandu. Innifaldar máltíðir: morgunmatur og kvöldmatur.
Dagur 15: Akstur á flugvöllinn í Kathmandu. Flogið heim með tveimur millilendingum.
Innifalið:
Kathmandu:
Akstur til og frá flugvelli í bíl með loftkælingu
Fjórar nætur á 4* hóteli, gisting í 2ja manna herbergjum og morgunmatur
Skoðunarferðir sem taldar eru upp í ferðalýsingu að ofan, akstur í bíl með loftkælingu
Enskumælandi leiðsögumaður
Aðgangseyrir vegna skoðunarferða
Trishuli River Rafting:
Akstur frá Kathmandu til Trishuli og þaðan til Pokhara, bíll með loftkælingu
Sigling á Trishuli ánni, allur búnaður
Enskumælandi leiðsögumaður
Hádegismatur
Gangan um Ghorepani – Poonhill – Tadapani (Annapurna svæðið):
Tvær nætur á 4* hóteli í Pokhara, gisting í 2ja manna herbergjum og morgunmatur
Gisting í tehúsum (fjallskálum) í göngunni sjálfri, kvöldmatur og morgunmatur
Hádegismatur í göngunni
Tilheyrandi akstur í bíl með loftkælingu
Enskumælandi leiðsögumaður
Flutningur á farangri (hver burðarmaður sér um farangur fyrir tvo, max 20 kg samtals)
Aðgangeyrir og gönguleyfi fyrir Annapurna verndarsvæðið
Lumbini:
Akstur frá Pokhara til Lumbini, bíll með loftkælingu
Ein nótt á 4* hóteli í Lumbini, gisting í 2ja manna herbergjum og morgunmatur
Skoðunarferðir í Lumbini og aðgangseyrir vegna þeirra
Enskumælandi leiðsögumaður
Chitawan þjóðgarðurinn:
Akstur frá Lumbini til Chitawan, bíll með loftkælingu
Tvær nætur í smáhýsum, morgunmatur, hádegismatur og kvöldmatur
Aðgangseyrir í þjóðgarðinn
Afþreying sem í boði er skv ferðalýsingu að ofan
Chandragiri Hills:
Flug frá Chitawan til Kathmandu
Tvær nætur á Chandragiri Hill resort, gisting í 2ja manna herbergjum og morgunmatur
Aðgangur að heilsulind hótelsins
Ekki innifalið:
Drykkir
Heitar sturtur í gönguhlutanum 😊
Máltíðir sem ekki eru taldar upp í ferðalýsingu/innifalið
Þjórfé fyrir burðarmenn og innlenda fararstjóra
Meðferðir í heilsulind Chandragiri Hill resort
Annað en það sem er upp talið í „innifalið“