Description
Portúgalski Jakobsvegurinn liggur frá Lissabon um Porto til Santiago de Compostela. Frá Porto eru tvær leiðir, önnur fer inn til landsins en hin liggur meðfram ströndinni. Í bænum Redondela, skammt norðan við Vigo sameinast leiðirnar aftur. Við ætlum að fylgir ströndinni og sjá hvítar sand- og klettastrendur. Einnig verður farið um skógarstíga og lítil þorp.
Við munum hjóla 280 km frá Porto til Santiago de Compostela á 7 dögum og 120 km frá Santiago de Compostela til Fisterra á 2 dögum.
Fararstjórar: Helmut Hinrichsen og Jóhanna Arnórsdóttir
Brottför frá Íslandi 1. júní – komið heim aftur 15. júní
Verð: 420.000 kr
Innifalið: flug, gisting, morgunmatur og hádegismatur, trúss (hámark 10 kg), leiðsögn.
Athugið að ekki er innifalinn flutningur eða leiga á hjólum. Athugið að í þessa ferð þarf fjallahjól.
Nánari upplýsingar: Margrét s. 691 4646 margret@mundo.is eða Birna s. 788 4646 birna@mundo.is