Description
Átta daga hjólaferð þar sem hjólað er frá Léon til Santiago de Compostela, samtals 304 km; þar sem skiptast á hólar og hæðir, skógar og sléttur, landbúnaðarhéruð, borgir og bæir – allt það besta sem norðurhéruð Spánar hafa upp á að bjóða og þessi ferð stendur svo sannarlega undir einkunnarorðum Mundo: menntun, skemmtun, menning og þjálfun.
Gistingin er allar tegundir af herbergjum en þó oftast tveggja manna, a.m.k. einu sinni mörg saman í stærri herbergjum til að upplifa ekta pílagrímastemmingu, ein nótt á verulega fínu hóteli. Það er alltaf lín á rúmum, handklæði og sturta.
Fararstjóri: María Rán Guðjónsdóttir
Brottför frá Íslandi 8. júní – komið heim aftur 13. júní.
Verð: 299.000 kr
Innifalið: flug, gisting, morgunmatur og hádegismatur, trúss (hámark 10 kg), leiðsögn.
Athugið að ekki er innifalinn flutningur eða leiga á hjólum.
Nánari upplýsingar: Margrét s. 691 4646 margret@mundo.is eða Birna s. 788 4646 birna@mundo.is