Description
Tilgangur fararinnar er að kynna fyrir Íslendingum nokkur af undrum hins forna menningarheims Persa: menningu, listir, byggingarlist, arfleifð og matarmenningu. Heimsóttar eru fjórar til fimm mismunandi borgir. Meðal þeirra er borgin Isfahan sem þekkt er fyrir fegurð, bláar moskur keisarans Shah Abbas og fornan markað sem endalaust og töfrandi völdunarhús. Einnig er heimsótt borgin Yazd, en hún á heimsminjaskrá UNESCO og ekki þekkt fyrir neitt minna en vera miðstöð hinnar fornu persneskrar byggingarlistar. Þá er það borgin Shiraz sem er þekkt fyrir að vera borg ljóðskálda, bókmennta, víns og blóma. Margir Íranir telja borgina vera garðaborgina vegna fjölmargra garða og mikils úrvals ávaxtatrjáa sem þar blómstra. Skammt frá er þar einnig að finna hina fornu höll Persepolis sem á hápunkti hins persneska stórveldisvar var þekkt sem glæsilegasta höfuðborg heims. Hópurinn mun svo dvelja eina nótt úti í stjörnubjartri eyðimörkinni og hafast við á gömlum hvíldastað úlfaldalestanna – en þær áðu þarna á leið sinni eftir Silkislóðinni. Loks verður heimsótt saltnáma í miðju Íran. Íran er þekkt fyrir stórkostleg persnesk teppi, undurfallegt handverk, tónlist og ljóðlist. Heimsókn til landsins er ekki fullkomnuð án þess að kynnast þessum persnesku hefðum, fara inn í menninguna og sjá með eigin augum hvernig fólkið lifir. Með Ali í fararbroddi gefst farþegum tækifæri til að heimsækja persneskar fjölskyldur og heimili þeirra og kynnast þessum einstaka menningarheimi í gegnum mann sem veit hvað vekur áhuga Íslendinga og kann að segja frá.
Hérna er linkur á facebook upplýsingasíðu um Íran og ferðina þangað. https://www.facebook.com/InspiredByPersia/
Fararstjóri: Ali Parsi
Brottför frá Íslandi 27. september – heimferð 10. október.
Verð: 599.000 kr á mann í tveggja manna herbergi.
25% bætast við hótelkostnað fyrir einstaklingsherbergi.
Innifalið í ferðinni: vegabréfsáritanir, flug milli Íslands og Írans báðar leiðir, gisting á fimm stjörnu hótelum í Íran með hálfu fæði, þjónustugjöld/og þjórfé*, aðgangur að öllum sögulegum stöðum, flutningur til og frá flugvöllum í Íran, einkarúta með loftkælingu, reynslumikill enskumælandi fararstjóri.
*Athugið að ætlast er til að hver þátttakandi greiði fararstjóra og bílstjóra samtals 100 evrur í þjórfé síðasta dag ferðarinnar.