Description
Menntun, skemmtun, menning og þjálfun fyrir flottar, frábærar og framúrskarandi íslenskar konur.
Markmið okkar er að gefa þér einstakt tækifæri til að stækka tengslanet þitt með því að kynnast fleiri framúrskarandi konum á norðurlöndum og gefa þér kost á að byggja upp góð og varanleg sambönd. Sambönd sem geta opnað fyrir óvænta og gagnlega möguleika, til gleði fyrir alla aðila.
Um leið bjóðum við þér að taka þátt í NLP- markþjálfunarnámskeiði, þar sem þú færð tækifæri til að fá dýpri innsýn í lífsstöðu þína og gildi, bæta samskiptahæfni þína og þróa leiðtogafærni enn betur (*leiðtogi er líka sá sem leiðir sitt eigið líf). Tvö áhrifaríkustu „verkfærin“ sem notuð eru á heimsmarkaðnum í dag með þetta að markmiði eru samþættun NLP og MARKÞJÁLFUNAR.
Það er ósk okkar þegar þú snýrð heim á ný, munir þú upplifa að slóð þín til vaxtar hefur stækkað og þú hafir fengið fleiri gagnleg „verkfæri“ með í töskuna þína á leið heim – það er; „verkfæri“ sem ekki gefa yfirvigt á farangurinn – en gefa þér þá framtíð sem þú óskar …
Aðrar flottar, frábærar og framúrskarandi konur hlakka til að hitta þig og saman munum við gera ferðina ógleymanlega. Við blöndum saman frábæru námskeiði, innri og ytri upplifunum, alvöru og gleði, sól og hita, skoðunarferðum, óvæntum uppákomum og fylgjum gildum okkar; MENNTUN, SKEMMTUN, MENNING OG ÞJÁLFUN.
Ferðatímabil: 20.-26. október 2016
Verð: 298.000 kr ef greitt staðfestingargjald fyrir 1. júní – eftir það 320.000 kr. (allt innifalið nema akstur til/frá Keflavík og drykkir)
Skráning: með því að greiða staðfestingargjald 90.000 kr (óendurkræft) með korti hér fyrir ofan (greiða/staðfesta) eða með millifærslu á reikning Mundo 513-14-404646 kt 630609-2080..
Fagstjórn: Hrefna Birgitta Bjarnadóttir s. 899 1939 bruen@bruen.is
Viðburðastjórn: Aðalheiður Karlsdóttir s. 893 2494 adalheidur@eignir.is
Fararstjórn: Margrét Jónsdóttir Njarðvík s. 691 4646 margret@mundo.is
Dagskrá: ”Norrænar konur í þróun” – íslenskar á Spáni 20.–25. október 2016
Fimmtud. 20. okt. Komudagur/ Hristum okkur saman…
Flogið til Alicante – Farið með rútu að hótelinu
17:00 – 20:00 Hópurinn hittist og við hristum okkur saman. Kennsla hefst – þema dagsins: „Nú er ÉG í fókus“
20:30 – 00:00 Sameiginlegur kvöldverður á hótelinu
Föstud. 21. okt. Námskeið/Óvænt uppákoma…
08:00 – 09:00 Morgunverður
09:00 – 13:00 Kennsla – þema: „Hið óþekkta ÉG“
13:00 – 15:00 Hádegisverður á hótelinu – göngutúr og verkefnavinna
15:00 – 19:00 Kennsla – þema: „Tímalínan og verðgildin MÍN“
19:00 – 20:30 Sameiginlegur kvöldverður á hótelinu
20:30 – 22:00 Kennsla og … „Óvænt uppákoma“ með Bertu
Laugard. 22. okt. Námskeið/Frí og tengslamyndun…
08:00 – 09:00 Morgunverður
09:00 – 12:30 Kennsla – þema: „Lífshjólið MITT og lífsstefna“
12:30 – 13:00 Hádegisverður á hótelinu
13:15 – 00:00 Frjáls tími; SPA og slökun á hótelinu – La Zenia Moll – verslanir, veitingastaðir. Golfvellir eru við hótelið fyrir þá sem vilja
20:00 – 23:00 Kvöldverður í „Klúbbhúsinu“ … tjútt og fútt… Rútuferðir til og frá Klúbbnum
Sunnud. 23. okt. Markaður/ Gourmeferð til Alicante…
08:00 – 10:00 Morgunverður
10:00 – 15:00 Göngutúr á Sítrónumarkaðinn – sameinum trimm dagsins, verslun og tengslamyndun.
15:00 – 18:30 Slökun á hótelinu – frjáls tími
18:30 – 00:00 Ferð til Alicante – Heimsækjum Íslandsvininn María José San Román Pérez sem á og rekur fleiri michelin veitingastaði og fáum okkur gourmet mat. Rútuferð til og frá Alicante.
Mánud. 24. okt. Námskeið/ Ferð – Vínsmökkun og skó Outlet
08:00 – 09:00 Morgunverður
09:15 – 12:00 Kennsla – þema: „Stefnumótun og markmiðin MÍN“
12:00 – 13:00 Hádegisverður frjáls
13:00 – 18:00 Rútuferð – Heimsækjum vínbónda og smökkum á víninu hans, komum við í Outlet sem selur hágæða leðurskó…
19:00 – 00:00 Síðasta kvöldmáltíðin – göngum saman á spennandi veitingastað…
Þriðjud. 25. okt. Heimferð
08:00 – 12:00 Morgunverður / Ferðalok – svörun og eftirfylgni.
Síðan heimflug frá Alicante.
*Ath. Við munum hittast ca. tveimur vikum fyrir brottför þar sem námskeiðið er sett í gang með verkefnavinnu, … (leyndó) og námsgögn afhent. Eftirfylgni er ca. tveimur vikum eftir heimkomu.
*Fyrirhugað er að hitta norska „Norrænar konur í Þróun“ hópinn laugardaginn 10. september.
Fagstjórn: Hrefna Birgitta Bjarnadóttir sími 899 1939 bruen@bruen.is
- Hrefna Birgitta er eigandi Bruen og hefur síðastliðin 25 ár verið sjálfstætt starfandi kennari og fyrirlesari í m.a. NLP og markþjálfun. Hún hefur sérhæft sig í bættum samskiptum, mannauðsþróun, leiðtogaþjálfun og fyrirbyggingu brottfalls af vinnumarkaði.
- Síðan 2013 hefur hún unnið að verkefninu; „Norrænar konur í þróun“ með það að leiðarljósi að efla konur í sjálfsskoðun og leiðtogaþjálfun, um leið bæta samskipti og tengslanet leiðandi kvenna á Norðurlöndum.
- Hrefna Birgitta er frumkvöðull og athafnakona sem hefur sjaldan farið troðnar og fyrsti og eini Íslendingurinn með vottun sem NLP – Enneagram Master-Coach Trainer.Viðburðastjórn:
Aðalheiður Karlsdóttir sími 893 2494 adalheidur@eignir.is
- Aðalheiður hefur áralanga reynslu af viðskiptum. Hún byrjaði starfsferil sinn fyrir meira en 35 árum sem blaðamaður á Morgunblaðinu og stærðfræðikennari við Verslunarskóla Íslands. Aðalheiður starfar nú sem löggiltur fasteignasali með áherslu á íslenskan og spænskan markað og hefur einnig unnið að fasteignaverkefnum víðar, m.a. í Slóvakíu og Marokkó.
- Aðalheiður er fyrrverandi stjórnarkona í stjórn FKA, Félagi kvenna í atvinnulífinu, og sat í stjórn Evrópudeildar FCEM, Alþjóðlegs félags kvenna í atvinnurekstri.
- Aðalheiður hefur síðastliðin 15 ár búið að hluta til á Spáni og þekkir því vel til staðhátta og mun nýta vel sýna hæfileika til að skapa skemmtilegt og gott andrúmsloft.
Fararstjórn: Margrét Jónsdóttir Njarðvík sími 691 4646 margret@mundo.is
- MUNDO ferðaskrifsstofa var stofnuð haustið 2011. Eigandi er Margrét Jónsdóttir Njarðvík og hefur hún áratuga reynslu í erlendum samskiptum.
- Margrét hóf farastjórnaferil sinn á Mallorka. Hún lauk leiðsögumannaprófi 1987 og hefur unnið sem leiðsögumaður og fararstjóri innanlands og utan.
- Margrét hefur kennt spænsku í yfir tuttugu ár og með stofnandi Alþjóðaskóla Reykjavíkur.
- Einkennisorð Mundo; menntun, skemmtun, menning og þjálfun einkennir það sem stofnanda Mundo finnst skemmtilegast af öllu en það er að sjá fólk læra á ferðalögum, styrkjast og menntast líkamlega og andlega.
Með menntun, skemmtun, menningu og þjálfun eykur þú möguleika þína á enn meiri Lífs-Gleði.
Hvað sögðu þær norsku eftir „Norrænar konur í þróun“ september 2015
- ”En reise og opplevelse jeg ikke ville være foruten – fantastisk.”
- ”Enga gement fra deg selv Birgitta til de rundt deg, giver enga gement og energi tilbake.”
- „Inspirerende, motiverende, eng agerende opplegg som har gitt ny innsikt og god refleksjon og ikke minst lagt grunnlag for nye gode relasjoner.
- ” En svært inspirerende, energigivende og hysterisk morsom tur, jeg virkelig vil leve lenge på.”
- ”Fantastisk opplevelse, både faglig og sosialt, vennskap og verktøy for at ta med seg videre i livet.”
- ” Magiske opplevelser med selvutvikling.”
- Dypere innsig til varig endret utsikt.”
- ”Magisk opplevelse – jeg er heftig begeistret!”
- ” For en Troll-kjæring du er Birgitta.”