Description
Hitastigið á Gomera í janúar og febrúar er milt og ljúft. Mest fer hitinn upp í rúmar 22 gráður yfir daginn og niður í 15 gráður á næturnar.
Kennari á ritlistarnámskeiðinu: Böðvar Guðmundsson rithöfundur, ljóðskáld, þýðandi, kennari, leikskáld og söngtextahöfundur með meiru. Böðvar hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir Lífsins tré – eina af þremur skáldsögum hans sem fjalla um Vesturfarana.
Spænskukennari og fararstjóri: Margrét Jónsdóttir Njarðvík en hún er spænskufræðingur og stýrði spænsk-íslensk -spænsku orðabókinni. Miðað er við að nemendur séu byrjendur eða hálfgerðir byrjendur í spænsku. Margrét hefur unnið við fararstjórn frá árinu 1986 og er einnig vararæðismaður Spánar á Íslandi.
Verð: 319.000 kr miðað við tvo í íbúð. Aukagjald fyrir þá sem vilja vera einir í íbúð: 50.000 kr
Innifalið: flug, rúta til og frá flugvelli á Tenerife, ferja til og frá Gomera, gisting, námskeið og kennslugögn, daglegar gönguferðir, jóga, leiðsögn.
Fjöldi farþega: lágmark 12 – hámark 20.
Dagskrá vetrarbúðanna: Fyrri vikuna verður kennd ritlist milli klukkan 10 og 11:30 og spænska milli klukkan 18 og 19:30. Síðari vikuna vinnur fólk að verkefnum í ritlist sem þau senda Böðvari síðan og spænskutímar verða milli klukkan 10 og 11:30.
Nánari upplýsingar hjá margret@mundo.is eða í síma 691 4646.