Description
Tvær leiðir
Boðið er upp á tvo pakka í skiptinámi í Bandaríkjunum.
Annars vegar er það USA High School program er það er opinber skrifstofa alþjóðaskipta og heyrir undir mennta- og menningardeild utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna. Hún sér um að veita erlendum ríkisborgurum leyfi til að stunda nám í bandarískum menntaskólum í ýmist 5 eða 10 mánuði. Þar fara skiptinemar í opinbera menntaskóla og dvelja hjá fjölskyldu sem tekur á móti þeim og fá ekki greitt fyrir að hafa þau. Þar geta krakkarnir lent hvar sem er í Bandaríkjunum og sá möguleiki (ólíklegur en þó til staðar) er fyrir hendi að ekki finnist fjölskylda. Þá fær skiptineminn endurgreitt. Hins vegar fara skiptinemar í einkarekinn menntaskóla og dvelja hjá fjölskyldum sem fá greitt fyrir að hafa þau. Skiptinemar velja skóla og dvalarstað. Verð fyrir síðari kostinn er breytilegt eftir skóla og mun hærra en fyrri kosturinn.
Traustur samstarfsaðili
Eftir mikla umhugsun og leit að vænlegum og traustum samstarfsaðila varð úr að Mundo fór í samstarf við skiptinemasamtökin Forte Internationl Exchange Association. Við skiptum fyrri samstarfaðila út þar sem hann var mjög stór aðili á markaði og náði ekki að veita þá persónulegu þjónustu sem Mundo veitir. Samtökin hafa verið starfrækt frá árinu 2000 og eru því með mikla reynslu af skiptinemastarfi í Bandaríkjunum. Þau taka aðeins á móti 300 skiptinemum árlega og geta því veitt persónulega þjónustu.
Skiptinám getur verið stórkostleg reynsla sem hjálpar ungmennum að vaxa undurhratt á skömmum tíma auk þess að ná góðum tökum á nýju tungumáli. Rannsóknir sýna að þau ungmenni sem fara út sem skiptinemar búa að því alla ævi.
Hægt að dvelja 5 og 10 mánuði
MUNDO er sönn ánægja að bjóða upp á skiptinám Í Bandaríkjunum veturinn 2020-2021. Skiptinámið er fyrir 15-18,5 ára krakka (miðað við aldurinn þegar lagt er af stað í skiptinámið) og geta þau valið á milli þess að dvelja þar í 5 eða 10 mánuði. Dvalið er hjá vel völdum fjölskyldum víðsvegar um Bandaríkin og nærri þeim öllum býr fulltrúi Forte sem hefur valið fjölskyldurnar og fylgist með allan tímann.
Fjölskyldur
Fjölskyldurnar sem dvalið er hjá eiga það sameiginlegt að hafa alþjóðlega reynslu og skilning eða hafa alist upp í tvítyngdu umhverfi og skilja fullvel hvað menningarmismunur og aðlögun eru. Fjölskyldurnar sem við vinnum með eru af öllum stærðum og gerðum, stórar og smáar, barnlausar og barnmargar, þar sem eru giftir og ógiftir einstaklingar. Við vöndum okkur vel við að para saman ungmenni og fjölskyldu.
Dvalið er hjá fjölskyldum í öllum Bandaríkjunum en ef ungmenni vilja velja fylki eða hérað er hægt að greiða fyrir það sérstaklega. Einnig gerist það að við brottför er ekki komin endanleg fjölskylda heldur svokölluð “welcome family”. Oft er það vegna þess að fjölskyldan er ekki viss um hvort hún sé tilbúin í þá skuldbindingu sem það felur í sér að hafa skiptinema í heilt ár en einnig er það vegna þess að bið er á endanlegri fjölskyldu. Þá er sérstakt aukagjald ef nemandi vill að tryggt sé að hann fái sérherbergi og ennfremur er hægt að greiða sérstaklega fyrir að vera kominn með fjölskyldu þann 21 júlí. Forte Exchange tryggir endurgreiðslu ef þau geta ekki staðið við gefin loforð.
Undirbúningur
Áður en ungmennin halda til fósturfjölskyldnanna fara þau á undirbúningsnámskeið hjá Mundo en vitaskuld fara þau einnig á undirbúningsnámskeið í Bandaríkjunum. Þau kynnast þannig hinum krökkunum sem eru í sama prógrammi.
Tryggingar
Skiptinemar Mundo fá tryggingakort sem sér um læknisþjónustu á meðan á dvöl stendur. Athuga ber að ef skiptinemi er með fyrirliggjandi sjúkdóm þá fellur hann ekki inn í sjúkratrygginguna í Bandaríkjunum og ber að tryggja slíkt heima fyrir brottför.
Þátttökuskilyrði:
- Vera 15-18,5 ára þegar skiptinám hefst
- Vera með lágmark C+ í meðaleinkunn í íslenskum skóla
- Til að geta farið í skiptinám þurfa verðandi skiptinemar að taka ELTIS prófið og fá yfir 212 stig. Upplýsingar um prófið má nálgast hér: Verðandi skiptinemar Mundo í Bandaríkjunum mega ekki hafa fallið í ensku undanfarin 3 ár. http://www.eltistest.com/home/index.php
- Hafa nægan þroska og sveigjanleika til að geta tekið þátt í alþjóðlegu samstarfi.
- Vera við góða heilsu andlega og líkamlega og laus við alvarlega námsörðugleika. Lesblinda flokkast ekki sem alvarlegir námsörðugleikar.
Dagsetningar
Misjafnt eftur fylkjum hvenær skólar byrja. Eftirfarandi voruu dagsetningar fyrir brottför sumarið 2019 svo þið sjáið hversu mismunandi brottfarir eru. Athugið að ekki er hægt að velja brottfarardag – hann fer eftir því í hvaða fylki viðkomandi verður. 25. júlí, 1. ágúst, 8. ágúst, 15. ágúst, 22. ágúst, 29. ágúst.
Umsóknarfrestur:
- mars fyrir skiptinám sem hefst að hausti og 15. október fyrir skiptinám sem hefst í janúar
Hvað er innifalið í gjaldinu?
- Flug
- Vandleg forkönnun á fósturfjölskyldum
- Undirbúningur fyrir brottför
- Undirbúningsnámskeið við komu til Bandaríkjanna
- Val á fósturfjölskyldu. Ungmenni má velja sér þrjú héruð sem mestan áhuga vekja og reynt er að verða við þeim óskum
- Fullt fæði og húsnæði
- Skóladvöl í opinberum bandarískum skóla
- Stuðningur, einstaklingsmiðuð ráðgjöf og eftirfylgni allan tímann.
- Reglulegar fréttir berast foreldrum frá MUNDO
- Handbók. Nemendur fá ítarlegan upplýsingabækling með gagnlegum upplýsingum um Bandaríkin
- Áreiðanleg samskipti, fagmennska og stuðingur ef eitthvað kemur uppá
- Mögulegt er að sumar fjölskyldur hafi tvo skiptinema á sama tíma. Þeir eru aldrei af sama þjóðerni og slíkt er ekki gert nema foreldrar séu samþykkir því.
Hvað er ekki innifalið í skiptináminu?
- Skoðunarferðir
- Skólabíll þar sem það á við
- Tómstundir (tónlistarnám, dans og annað)
- Skólaferðir
- Tryggingar eru innifaldar (ekki sjúkdómar sem greindir eru fyrir brottför)
- Aukatímar í spænsku
- Vasapeningar
- Skólabækur
Verð fyrir 2020-2021 eru eftirfarandi:
Heilt skólaár: 2.290.000
Hálft skólaár: 2.090.000
Greiðslur fara fram með eftirfarandi hætti:
Umsóknargjald 150 þúsund er óafturkræft og greiðist við afhendingu umsóknar. 50% af gjaldinu greiðist 31. maí og afgangur þann 15. júlí. Fyrir brottför í janúar greiðist 50% fyrir 31. október og afgangur fyrir 15. desember.
Allar nánari upplýsingar veitir Margrét Jónsdóttir Njarðvík en hún hefur áratuga langa reynslu af skiptinámi og skiptinemum, Bandaríkjunum og Bandaríkjamönnum sendingu og móttöku af Bandaríkjamönnum og hefur búið í landinu um árabil. Þannig vinnum við einungis með land sem er öruggt, fjölskyldur sem við þekkjum og með samstarfsaðilum sem við treystum.
Margréti er hægt að ná í hjá: margret@mundo.is og í síma 6914646 en á linknum hér fyrir neðan er hægt að greiða umsóknargjald fyrir skiptinámið.