Description
Gönguferð um miðbik Norðurleiðarinnar, ríflega 300 km, frá Santander í Cantabríu til Navia sem er lítill bær í Asturias. Gengið er meðfram ströndum Norður Spánar, þar sem skiptast á sveitir og lítil og falleg fiskiþorp. Uppsöfnuð hækkun yfir daginn er mest um 400 m en þetta er fjölbreytt landslag með hæðum og klettóttum ströndum. Dagleiðirnar eru að meðaltali um 25 km.
Norður Spánn er grænn og landslagið fagurt, hitastigið hentar okkur Íslendingum vel, það er ekki of heitt. Þessi leið er fáfarin og rólegt yfirbragð yfir öllu, gengið er í þögn á morgnana í 2 klst. Smám saman eftir því sem líður á gönguna þá kann fólk að meta þessa þögn sem verður einna líkust hugleiðslu og í því er falin mikil hvíld frá amstri hins daglega lífs.
Gistingin er allar tegundir af herbergjum en þó oftast tveggja manna, a.m.k. einu sinni mörg saman í stærri herbergjum til að upplifa ekta pílagrímastemmingu, ein nótt á verulega fínu hóteli. Það er alltaf lín á rúmum, handklæði og sturta.
Fararstjóri: Sigrún Ásdís Gísladóttir
Ferðatímabil: 15.-29. ágúst 2017
Verð: 425.000 kr (m.v. tvo í herbergi) Aukagjald fyir einbýli: 50.000 kr
Innifalið: flug, gisting með morgunverði, léttur hádegismatur á göngudögum, trúss (hámark 10 kg), leiðsögn, jóga á morgnanna, teygjur eða slökun seinnipartinn.
Fjöldi farþega: Lágmark 10 – hámark 20.
Nánari upplýsingar: Margrét s. 691 4646 margret@mundo.is eða Birna s. 788 4646 birna@mundo.is
Ferðalýsing:
Dagur 1: Flogið frá Islandi til Santander á Spáni með einni millilendingu
Dagur 2: Santander-Santillana del Mar 26,5 km
Dagur 3: Santillana del Mar – Comillas 23 km
Dagur 4: Comillas – Colombres 28,5 km
Dagur 5: Colombres – Llanes 23,5 km
Dagur 6: Llanes – Ribadesella 30 km
Dagur 7: Ribadesella – Villaviciosa 35,5 km
Dagur 8: Villaviciosa – Gijón 26,5 km
Dagur 9: Gijón – Avilés 24,5 km
Dagur 10: Avilés – El Pito 27 km
Dagur 11: El Pito – Santa Marina 27,5 km
Dagur 12: Santa Marina – Luarca 23 km
Dagur 13: Luarca- Navia 20 km (göngu lokið)
Dagur 14: Santander frídagur
Dagur 15: Flogið heim með einni millilendingu