Description
Stefnir þú á Jakobsveg árið 2017?
Áhersla er á talað mál, menningu, siði og sögu Spánar. Tímarnir eru líflegir og lagt er upp úr tengingu við spænskan veruleika sem og sögu og menningarlegt mikilvægi Jakobsvegarins. Kennari er Ásdís Þórólfsdóttir spænskufræðingur. Tímarnir hefjast mánudaginn 30. janúar og eru einu sinni í viku til 27. mars, alls 9 skipti. Tímarnir fara fram í Menntaskólanum við Hamrahlíð milli 18:00 og 19:30.