Description
Í Granada á Suður-Spáni er boðið upp á námskeið þar sem nemendur stunda spænskunám sniðið að þörfum hvers og eins um leið og þeir taka þátt í daglegu lífi að hætti Spánverja undir handleiðslu kennarans. Fyrirkomulagið er sérstakt. Nemendur deila íbúð með kennara í viku. Hámarksfjöldi nemenda í hverjum hópi er fimm, öll samskipti fara fram á spænsku og hver hópur fær tækifæri til að fræðast um það sem hugur hans stendur til, allt frá spænskri matargerð, tónlist og dansi til spænskra bókmennta og menningar.
Kennt er 20 stundir á viku, en auk þess fær hver nemandi hálftíma einkakennslu á dag þar sem lögð er áhersla á að þjálfa málnotkun og orðaforða í samræmi við þarfir hvers og eins. Kennslan miðast við að nota spænsku við margvíslegar aðstæður, jafnt innan heimilis sem utan þess, auk þess sem kennsla í bókmenntum og menningu Spánar fer fram á spænsku, allt eftir þörfum og væntingum hvers nemanda.
Granada er borg sem á sér mikla sögu. Nemendurnir munu dvelja og sækja tíma í Albaycin, gömlu márahverfi sem er á heimsminjaskrá UNESCO. Þar í grennd er höllin Alhambra, eitt merkasta mannvirki frá tímum Mára á Spáni, en það er einnig á heimsminjaskrá UNESCO. Farið er í skoðunarferðir sem miðast við áhugasvið hvers hóps og meðal annars er boðið upp á menningarferðir til borganna Sevilla, Málaga og Córdoba, og gönguferðir um fjallgarðinn Sierra Nevada.
Stærð hóps: lágmark 5 manns – hámark 10.
Dagsetningar: 24.-31 maí 2017 og 6.-14. september 2017.
Verð: 1300 evrur á mann.
Innifalið: Húsnæði og fæði, spænskunámskeið sem lýst er hér að ofan.
Ekki innifalið: Flug frá Íslandi til Spánar, ferðir og skoðunarferðir innanlands á Spáni, aðgangur að söfnum í skoðunarferðum.
Upplýsingar hjá margret@mundo.is eða í síma 691 4646.