Description
Norðurleiðin/Camino Norte er 850 km og liggur meðfram norðurströnd Baskahéraða Spánar alla leið til Santiago de Compostela, þar sem skiptast á hæðir og fjöll sem falla í sjó fram, klettahöfðar með sandströndum á milli, fallegir bæir og borgir. Þessi ferð er sannkölluð veisla fyrir augað og mikilfengleg leið fyrir alla hjólaunnendur. Þessi ferð stendur svo sannarlega undir einkunnarorðum Mundo: menntun, skemmtun, menning og þjálfun.
Gistingin er allar tegundir af herbergjum en þó oftast tveggja manna, a.m.k. einu sinni mörg saman í stærri herbergjum til að upplifa ekta pílagrímastemmingu, ein nótt á verulega fínu hóteli. Það er alltaf lín á rúmum, handklæði og sturta.
Fararstjóri: Brynjar Karlsson, sem er búsettur í San Sebastian við Norðurleiðina.
Brottför frá Íslandi 28. maí – komið heim aftur 11. júní.
Verð: 420.000 kr
Innifalið: Flug, gisting, morgunmatur og hádegismatur, trúss (max 10 kg), leiðsögn.
Athugið að ekki er innifalinn flutningur eða leiga á hjólum.
Nánari upplýsingar: Margrét s. 691 4646 margret@mundo.is eða Birna s. 788 4646 birna@mundo.is
Áætlun og leiðarlýsing (með fyrirvara um breytingar vegna hótela og flugs)
Dagur | Frá | Til | Vega-lengd (ca) | Örstutt lýsing | |
1 | 28.5.2016 | Keflavík | Biarritz | Rúta í náttstað. | |
2 | 29.5.2016 | Irún | Zumaia | 55 | Fallegur fyrsti dagur sem er stuttur í kílómetrum en nægilega erfiður til að koma öllum í hjólagírinn. Farið yfir vestasta fjallið í Pírineafjallgarðinum og þannig tæknilega séð yfir Pírenafjöllin fyrir mat. Svo er farið á báti yfir hafnarmynni og svo í gegnum hinn gullfallega bæ San Sebastián og áð heima hjá Brynjari í hádeginu. Eftir hádegi er tekist á við annað langt og mikið fjall og gisti í einum af bæjunum við ströndina. |
3 | 30.5.2016 | Zumaia | Gernika | 62 | Dagur með öllu, fyrst þræðum við ströndina og stefnum svo til fjalla að að hinu sögufræga þorpi Itziar og svo niður brattann til strandbæjarins Deba. Við tekur leiðinlegur en tiltölulega flatur og fljótlegur kafli þar sem að við þurfum að fara þjóðveginn til Markina Xemein. Komum við í Bolibar og tökum skurk á sögu Suðurameríku. Þræðum svo smærri og smærri sveitavegi, mest á malbiki, þar til að við rennum okkur niður til Gernika. Dagur sem gæti reynt á andlega þar sem að við erum með fjöllin frá deginum áður í fótunum og þurfum að eiga við talsverða uppsafnaða hækkun. |
4 | 31.5.2016 | Gernika | Castro Urdiales | 76 | Langur dagur, síðustu tvö Basknesku fjöllin. Í því seinna, Monte Abril, gæti þurft að leiða hjólin talsvert, bæði á leiðinni upp þar sem er sveit og á köflum á leiðinni niður þar sem að við erum komin inn í stórborgina Bilbao. Matur í Bilbao og svo brunum við niður eftir ánni og skoðum í leiðinn helstu minnismerkin. Síðasti spottinn er mest á hjólastíg. Bera þarf hjólin upp nokkrar tröppur til að halda útsýninu yfir hafið alla leið en þeir sem eru orðnir lúnir geta dólað sér þjóðveginn. |
5 | 1.6.2016 | Castro Urdiales | Santander | 75 | Margir kílómetrar þennan dag en við tökum eftir því að þegar að líður á daginn verður landslagið flatara og leiðin beinni. Þessi dagur bíður uppá tvær bátsferðir yfir árósa og endar í hinni gullfallegu strandborg Santander. |
6 | 2.6.2016 | Santander | S. Vincente de la Barquera | 68,6 | Við erum alveg komin út úr fjöllunum og getum sprett úr spori í þessari grænu sveit en við sjáum í fjarska hæstu tinda Kantabría fjallgarðsins (Picos de Europa) á vinstri hönd. Miðaldaþorpið Santillana de Mar er demantur sem við stöldrum við og skoðum. |
7 | 3.6.2016 | S. V. de la Barquera | S. Esteban de Leces | 74,9 | Höldum áfram ferð okkar í lágum hæðum milli fjalls og fjöru í góðum fílingi á fleygiferð. Finnum fyrir því að við erum minna í alfaraleið þegar við kveðjum Kantabríahérað og rennum inn í Astúrías. |
8 | 4.6.2016 | S. Esteban de Leces | Oviedo | 75,85 | Fjöllin ná fram í sjó á þessum slóðum og við krækjum fyrir þau inn í land og tökum nokkrar góðar brekkur. Við erum ekki fyrsta fólkið sem fer þessa leið því að höfuðborg Astúrías héraðs er endastöð dagleiðarinnar og um að gera að drífa sig í sturtu og út að skoða borgina. |
9 | 5.6.2016 | Oviedo | Oviedo | 0 | Frídagur í Oviedo, nú er lag að hvíla lúin bein og taka svolítinn menningar- eða verslunartúrisma. |
10 | 6.6.2016 | Oviedo | Cadavedo | 67,5 | Brunum aftur niður að sjó í ægifögru landslagi brattra og iðagrænna fjalla sem að við þurfum sem betur fer ekki að klífa en getum tekið lengri leiðina í kringum. |
11 | 7.6.2016 | Cadavedo | Ribadeo | 68,7 | Áfram veginn milli fjalls og fjöru með viðkomu í litlu fiskiþorpunum sem núna gera reyndar aðallega út á túrista. Finnst líklegt að við tökum “second breakfast” í Lurca og borðum í Navia. |
12 | 8.6.2016 | Ribadeo | Vialba | 71,3 | Í dag segjum við skilið við Atlantshafið og stefnum inn í land. Við kveðjum líka Asturías og komum inn í Gallisíu, þennan skrítna keltneska útkjálka Spánar. Fáum okkur kolkrabba á kartöflum í Vilalba. Við tökum hækkuninni uppí fjallgarðinn fagnandi enda orðin feiknasterk á tíunda degi ferðalagsins. |
13 | 9.6.2016 | Vialba | Sobrado dos Monxes | 60,9 | Upp og niður á Gallísísku á heiðunum. Tökum eftir að hér erum við komin á fjöll úr grunnbergi en kalksteinninn og setlögin sem hafa fylgt okkur meira og minna frá upphafi eru alveg horfin. Hér er fátt um bæi og við verðum að nesta okkur vel fyrir daginn. Áfangastaðurinn heitir Sobrado Dos Monxes og er klaustur sem er á heimsminjaskrá UNESCO. |
14 | 10.6.2016 | Sobrado dos Monxes | Santiago d Compostella | 60,6 | Förum af stað full tilhlökkunar og spennt fyrir að komast á áfangastað. Þeir sem vilja klæða sig upp; kjóll og varalitur fyrir konur er hefð hjá Mundo, bindi eða slaufur hjá karlmönnum. Náum í messu með reykelsi klukkan 18 svo er lystauki á Paradornum í höll biskupsins. Glóandi sigurtilfinning um kvöldið og nóttina. |
15 | 11.6.2016 | Santiago | Keflavík | Rúta á flugvöllinn. |