Jakobsstígur franska leiðin: júní 2017 – hjólaferð

50.000 kr.

Það er eitthvað heillandi við að ferðast um Jakobsstíginn á Spáni. Þar gerist alltaf eitthvað merkilegt og hver og einn upplifir ferðina á sinn hátt. Ferð fyrir alla; konur og karla – þar sem ævintýrin gerast.

Lýsing

Tveggja vikna hjólaferð þar sem hjólað er frá St Jean Pied de Port til Santiago de Compostela, samtals 790 km; þar sem skiptast á hólar og hæðir, skógar og sléttur, landbúnaðarhéruð, borgir og bæir – allt það besta sem norðurhéruð Spánar hafa upp á að bjóða og þessi ferð stendur svo sannarlega undir einkunnarorðum Mundo: menntun, skemmtun, menning og þjálfun.
Gistingin er allar tegundir af herbergjum en þó oftast tveggja manna, a.m.k. einu sinni mörg saman í stærri herbergjum til að upplifa ekta pílagrímastemmingu, ein nótt á verulega fínu hóteli. Það er alltaf lín á rúmum, handklæði og sturta.

Fararstjóri: Brynjar Karlsson
Ferðatímabil: 27. maí – 11. júní 2017
Verð:  479.000 kr (m.v. tvo í herbergi)  Aukagjald fyir einbýli: 50.000 kr
Innifalið: flug, flutningur á hjóli, gisting, morgunmatur alla daga, hádegismatur á göngudögum, trúss (hámark 10 kg), leiðsögn, jóga.
Fjöldi farþega: Lágmark 8 – hámark 20.

Nánari upplýsingar: Margrét s. 691 4646 margret@mundo.is eða Birna s. 788 4646 birna@mundo.is

Ferðalýsing:

Dagur 1: Flogið frá Íslandi með einni millilendingu. Gist í St Jean Pied de Port.
Dagur 2: St Jean Pied de Port til Zubiri.
Dagur 3: Zubiri til Puente la Reina.
Dagur 4: Puente la Reina til Viana.
Dagur 5: Viana til Santo Domingo.
Dagur 6: Santo Domingo til Burgos.
Dagur 7: Burgos til Boadilla del Camino.
Dagur 8: Boadilla del Camino til Albergue los Templarios.
Dagur 9: Albergue los Templarios til León.
Dagur 10: León til Astorga:
Dagur 11: Astorga til Villafranca del Bierzo.
Dagur 12: Villafranca del Bierzo til Sarria.
Dagur 13: Sarria til Palas de Rei.
Dagur 14: Palas de Rei til Santiago de Compostela.
Dagur 15: Santiago de Compostela – hvíldardagur.
Dagur 16: Flogið til Íslands með einni millilendingu.

Deila á facebook