Description
Mundo veit hvernig það er að eiga ungmenni úti í hinum stóra heimi. Mundo hefur fengið símtöl frá ungmenni sem búið var að ræna í langtíburtistan og veit að foreldrum fallast hendur við þær aðstæður. Mundo veit einnig að þegar stúdentspróf hefur nú verið stytt í 3 ár þá skapast tækifæri í lífum íslenskra ungmenna til að lenda í menntandi ævintýri í útlöndum, sérstaklega ef það er öruggt ævintýri og enn betra er að það festi í sessi spænskukunnáttu. Mundo er sönn ánægja að kynna fyrir íslenskum ungmennum níu mánaða dvöl í einum virtasta iðnskóla Spánar, skólann þar sem Master Chef á Spáni er tekið upp, skólann sem tekið er eftir. Hægt er að leggja stund á kokkinn í níu mánuði og fá diplóma að því loknu eða leggja stund á einkaþjálfarann í 3 mánuði, kokkinn í 3 mánuði og bifvélavirkjann, kerfisfræðinginn eða tölvuviðgerðarmanninn í aðra þrjá mánuði. Sem sagt – bland í poka að eigin vali og spænska er kennd í klukkutíma á dag.