Description
Picos de Europa eða spænsku alparnir eru svo sannarlega stolt Spánverja. Þetta er elsti þjóðgarður Spánar með fallegum og gömlum gönguleiðum um gil, dali og fjöll í ótrúlegu umhverfi hinna áberandi Evróputinda. Gist verður á fjölskyldurekna hótelinu Hotel Torrecerredo þar sem verður í boði fjölbreyttur matur á kvöldin og þátttakendur fá að kynnast matarhefðum héraðsins. Skipulagðar verða fimm fjölbreyttar dagsgöngur sem eru að jafnaði 10-15 km á lengd, gengið er á stígum og má gera ráð fyrir 5-7 tíma ferðum sem fer eftir hækkun, veðri og aðstæðum að öðru leyti. Haldinn verður undirbúningsfundur í sumar þar sem farið verður yfir búnað, nánar fjallað um gönguleiðirnar og dagskrána og hvernig fólk getur undirbúið sig fyrir ferðirnar.
Flogið er til Oviedo á Norður Spáni með einni millilendingu og sama fyrirkomulag á heimfluginu. Í boði er að lengja ferðina á eigin vegum (eftir dvölina í Picos – hópurinn fer allur saman út) og þá lækkar verðið um fluglegginn heim. Athugið að það þarf að láta vita við greiðslu staðfestingargjalds ef viðkomandi ætlar að nýta sér þetta, með því að senda póst á birna@mundo.is
Ferðatímabil: 5.-12. september 2017
Fararstjóri: Einar Skúlason
Verð: 225.000 kr. Staðfestingargjald 85.000 kr er óendurkræft og eftirstöðvar greiðist í seinasta lagi 6 vikum fyrir brottför.
Innifalið: Flug, ferðir til og frá flugvelli á Spáni, gisting í uppábúnum rúmum í 2-5 manna herbergjum, hálft fæði (morgunmatur, kvöldmatur án drykkja) ásamt frábærri fararstjórn. **Athugið að það er ekki hægt vera í einstaklingsherbergi.**
Ekki innifalið: strætóferðir eða annað transport en til og frá flugvelli, kláfar, nesti fyrir daginn og annað sem ekki er talið upp hér að ofan.
Farþegafjöldi: lágmark 14 – hámark 24
Upplýsingar hjá Birnu í s. 788 4646 netfang: birna@mundo.is