Description
Skíðasvæðið Baqueira-Beret er líklega besta skíðasvæðið á Spáni enda fer Filipus Spánarkóngur þangað á hverju ári. Það er staðsett í hjarta Píreneafjallana við enda hins langa Aran dals sem opnast á móti Frakklandi til norðurs en svæðið sjálft er við við fjallaþorpið Baqueira og fjallaskörðin Beret og Bonaigua sem var áður alfaraleið yfir til Katalóníu. Gist verður á góðu þriggja stjörnu skíðahóteli með hálfu fæði. Hægt er að taka kláf beint upp í brekkurnar og til baka. Flogið í beinu flugi til og frá Barcelona og ekið þaðan í rútu til Baqueira.
Ferðatímabil: 9.-16. febrúar 2017
Fararstjóri: Brynjar Karlsson
Verð: 259.000 kr miðað við tvo saman í herbergi. Aukagjald fyrir einstaklingsherbergi: 40.000 kr
Innifalið: Flug, ferðir til og frá flugvelli í Barcelona, hótel með morgunmat og kvöldmat, fararstjórn.
Ekki innifalið: leiga á skíðum, skíðapassi.
Farþegafjöldi: lágmark 10 – hámark 20.
Nánari upplýsingar: Margrét í s. 691 4646 netfang: margret@mundo.is og Birna í s. 788 4646 netfang: birna@mundo.is
Nánar um skíðasvæðið:
Þetta er skíðasvæði þar sem nóg er af brekkum fyrir alla getuflokka, samtals um 150 km af troðnum brekkum sem allar eru samtengdar. Þarna má finna byrjendabrekkur og svartar brekkur og allt þar á milli, en líka talsverð tækifæri til að fara ótroðnar slóðir fyrir þá sem er mjög færir. Þarna eru um 35 lyftur af öllum gerðum en mest nýlegar, stórar og hraðvirkar stólalyftur. Svæðið er þekkt fyrir stuttar biðraðir og mikla veðursæld. Margir skíðaskólar eru starfræktir í brekkunum og veitingahús á hverju strái. Við mælum sérstaklega með kampavínsbar Moêt á Orri-svæðinu.
Svæðið er gríðarlega fallegt. Stöðin er byggð upp inn á milli nokkurra gamalla þorpa þar sem eru gömul hús úr hlöðnum steini mynda kjarnann í þorpunum en flestallar nýjar byggingar hafa verið byggðar í sama stíl. Öll byggðin er því einsleit og maður fær ekki tilfinningu fyrir að þarna sé þjónusta við ferðamenn ekki iðnaður, heldur lífstíll. Mjög góð hótel má finna í Baqueira og nágrenni . Dalurinn er þekktur fyrir góðan mat, osta, pylsur, skinku, villibráð og silung úr fjallalækjum, en einnig spænska og alþjóðlega veitingastaði af öllum gerðum. Eftir góðan dag á skíðum tekur við aprés-ski á spænskan máta með rölti á milli Tapas-bara og veitingarhúsa í iðnandi mannlífi. Einnig má kíkja í búðir sem eru opnar frameftir að spænskum sið. Til tilbreytingar má á kvöldin heimsækja þorpin Artiés og Salardú neðar í dalnum og jafnvel Vielha sem er næsti kaupstaður.
Aran dalurinn (Val d‘Aran) er um margt merkilegur. Rekja má nafn dalsins aftur í gráa forneskju þegar að Baskar bjuggu á mun stærra svæði en í dag en Aran þýðir einmitt dalur á Basnesku. Þetta er önnur af tveimur sveitum Spánar sem er fyrir norðan Pírennafjöllin og þar á áin Garóna (fr: Garonne) upptök sín, reyndar nálægt stólalyftu á gönguskíðasvæðinu í Beret. Þessi á rennur síðan um Toulouse og í Atlantshafið í Bordeaux. Íbúar dalsins, sem tilheyrir Katalóníu, eru um 7000, en um þriðjungur þeirra talar sérstakt tungumál sem eru síðustu leifar forns tungumáls sem var talað mjög víða um suður Frakkland og allt til Ítalíu (Occitane eða Langue d‘oc).