Description
Yfirvöld borgarinnar og skólar á háskóla- og menntaskólastigi, menningar- og listastofnanir, söfn, Rauði krossinn, verslunarráð o.fl. hafa tekið höndum saman um að gera borgina að háskólasetri fyrir útlendinga sem vilja stunda nám í spænskri tungu og menningu. Spænskir stúdentar, fjölskyldur, sjálfboðaliðar og leiðbeinendur taka einnig þátt í þessu verkefni sem nefnist The True Spanish Experience.
Áhersla er lögð á að nemendur fái þjálfun í að tala og hlusta á spænsku um leið og þeir læra um menningu og sögu þjóðarinnar og taka þátt í daglegu lífi borgarbúa. Kennsluaðferðin sem stuðst er við nefnist á ensku Content and Language Integrated Learning (CLIL) og byggist á því að samþætta kennslu í tungumálum og öðrum námsgreinum. Námið (20 kennslustundir á viku) er metið til eininga á háskólastigi.
Hér er um að ræða miklu meira en venjulegt spænskunámskeið því að nemendur fá að kynnast öllu því helsta sem borgin hefur upp á að bjóða, s.s. lista- og menningarviðburðum, skoðunar- og ævintýraferðum úti í náttúrunni, íþróttaiðkun, notkun boðskiptamiðla, verslun og viðskiptum og sjálfboðaliðastörfum hjá Rauða krossinum. Nemendur fá í upphafi dvalarinnar kort sem nefnist „Experience Card“ og veitir þeim aðgang að bókasöfnum, söfnum, sundlaugum, leikhúsum og mörgu fleira svo að þeir geti strax tekið virkan þátt í borgarlífinu án þess að finnast þeir vera gestir.
Nemendum stendur til boða að vera í fullu fæði og húsnæði hjá spænskum gistifjölskyldum eða deila íbúð með öðrum nemendum.
Verð:
Akademískt prógramm, 20 klst á viku í spænskukennsku og 12 klst af tómstundastarfi.
4 vikur: 1325 evrur
6 vikur: 1905 evrur
Húsnæði, sérherbergi hjá spænskri fjölskyldu og 3 máltíðir á dag:
4 vikur: 920 evrur
6 vikur: 1380 evrur
Athugið að ekki er innifalið í þessu verði flug eða aðrar ferðir.
Nánari upplýsingar hjá Margréti í s. 691 4646 eða margret@mundo.is