Description
Fararstjóri: Leifur Geir Hafsteinsson og honum til aðstoðar Fríða Ammendrup og Aðalbjörn Þórólfsson
Ferðatímabil: 11.-18. mars 2017
Gist verður á Hótel Zentral Centrum, 4 stjörnu hótel með loftkælingu og hálfu fæði.
Verð: 199.500 kr m.v. tvo í herbergi. Aukagjald fyrir einstaklingsherbergi: 35.000 kr.
Innifalið: Flug, 20 kg ferðataska EÐA hjólataska (max 27 kg), gisting, morgunverður og kvöldverður á hóteli, hádegissnarl í hjólaferðum, fararstjórn, bifreið sem eltir og aðstoðar í öllum dagleiðum og tekur (smávegis) trúss í 2 daga ferð, gisting í Puerto de la Cruz á 2 daga ferð, aðstoð við undirbúning, mánaðarlegir aðhalds- og stemningsfundir frá nóvember 2016, fallegur hjólabolur Mundo hjólaferða.
Fjöldi farþega: Lágmark 16 – hámark 30.
Til undirbúnings hittist hópurinn mánaðarlega frá nóvember til mars. Staðan tekin og hópnum þjappað saman. Möguleikar á sameiginlegum æfingum/þrekmælingum (gegn hóflegu gjaldi).
Nánari upplýsingar: Margrét s. 691 4646 margret@mundo.is eða Birna s. 788 4646 birna@mundo.is
Ferðalýsing:
Flogið verður í beinu flugi til og frá Tenerife.
Í boði eru sex hjóladagar, fjórar dagsferðir og ein tveggja daga ferð. Mælt er með að þátttakendur taki sér a.m.k. einn hvíldardag.
1. Hjólað norður til Acantilados de los Gigantes og til baka. 61 km, 750-1100 m hækkun
2. Hringferð um Tenerife. Á fyrri degi er hjólað austur og norður fyrir, alla leið til Puerto Santa Cruz þar sem er gist. Lengsta dagleið ferðarinnar, 123 km með 2222 m hækkun. Á seinni degi er hjólað frá PSC til Buenavista del Norte og svo upp í gegnum Masca dalinn til Santiago del Teide og þaðan heim til Playa de la Americas. 93 km með 1974 m hækkun. ATH ekki innifalinn kvöldmatur í Puerta Santa Cruz.
3. Morgunferja til La Gomera. Hjólaður hringur um eyjuna. Ferja heim seinni partinn. 67 km með 2600 m hækkun. ATH! Gjald í ferju er ekki innifalið. Viðbótarkostnaður ca. 90 evrur.
4. Hjólað eftir suðurhluta Tenerife og þaðan upp til Granadilla og stystu leið heim. 64 km og 1044 m hækkun.
5. El Teide þjóðgarðurinn. Tökumst á við lengsta klifur Evrópu, frá Playa de la Americas, upp í gegnum Arona, Vilaflor og upp í þjóðgarðinn. Hjólum þar að hótelinu og nærumst vel og lengi. Rúllum svo niður á hótel. 90+ km, 2500 m hækkun.