Description
Portúgalski Jakobsvegurinn liggur frá Lissabon um Porto til Santiago de Compostela. Við ætlum að ganga fallegustu kafla meðfram hvítum sand- og klettaströndum og um skógarstíga og sveitaþorp.
Fararstjórar: Helmut Hinrichsen og Jóhanna Arnórsdóttir
Ferðatímabil: 7.-19. apríl 2017
Verð: 399.000 kr (m.v. tvo í herbergi) Aukagjald fyir einbýli: 50.000 kr
Innifalið: flug, gisting, morgunmatur alla daga, hádegismatur á göngudögum, trúss (hámark 10 kg), leiðsögn, rútuferðir sem teknar eru fram í leiðarlýsingu.
Fjöldi farþega: Lágmark 14 – hámark 20.
Nánari upplýsingar: Margrét s. 691 4646 margret@mundo.is eða Birna s. 788 4646 birna@mundo.is
Ferðalýsing:
Föstudagur 7. apríl: Flogið til Porto með einni millilendingu.
Laugardagur 8. apríl: Frjáls tími til að skoða Porto og gaman væri að enda með sameiginlegum mat á fallegum stað.
Sunnudaginn 9. apríl: Farið með með rútu til Esposende, þar sem gangan hefst. Við göngum á stígum meðfram ströndinni og förum yfir sandhólana í Parque Natural de Litoral Norte. Hvort við förum alla leiðina til Viana do Castelo eða látum rútuna sækja okkur getum við ákveðið seinna. Dagsleiðin gæti því verið 15-20 km.
Mánudaginn 10. apríl: Förum frá Viana do Castelo til Caminha 15-20 km. Þennan dag fylgir Jakobsvegurinn skógarstígum og í gegnum lítil þorp. Falleg en krefjandi leið. Því gott að hafa möguleikann að enda gönguna eftir 15 km í Áncora og láta rútu sækja hópinn. Við gistum í Caminha.
Þriðjudagur 11. apríl: Við tökum ferjuna yfir Rio Miño, göngum svo til A Guarda og áfram til Oia alls u.þ.b. 15 km. Oia er lítið þorp með nokkrum flottum sveitagististöðum.
Miðvikudagur 12. apríl: Þetta verður stuttur dagur. Annars hvort göngum við frá Oia 10 km í átt til Baiona eða við göngum frá Baiona áleiðis til Vigo. Við göngum ekki nema 10 km þennan dag og ætlum að koma til Vigo um hádegi. Þar geta menn hvílt sig og skoða bæinn. Mælum sérstaklega með ostrum í Rúa Pescadería.
Fimmtudagur 13. apríl: Nú byrjar gangan í alvöru. Frá Vigo göngum við alla leið til Santiago. Fyrsti áfanginn til Rendondela er u.þ.b. 20 km. Við þurfum að fara upp á hæðirnar fyrir ofan Vigo og göngum svo á fallegum stígum hátt yfir firðinum.
Föstudagurinn langi 14. apríl: Falleg 20 km löng leið frá Rendondela til Pontevedra. Algjör pílagrímsleið.
Laugardagurinn 15. apríl: Yfir hæðir og í gegnum skóga liggur leðin til Caldas de Reis. Flottur staður með „termas“ fyrir þá sem vilja taka bað. 20 km dagsleið.
Páskadagur 16. apríl: Eftir 20 km göngu komum við til Padrón.
Annar í páskum17. apríl: Síðasti áfanginn er einnig u.þ.b. 20 km. Komum til Santiago de Compostela á annan í páskum.
Þriðjudagur 18. apríl: Frídagur í Santiago de Compostela.
Miðvikudagur 19. apríl. Heimflug frá Porto með einni millilendingu.