MUNDO hefur hannað spennandi dvöl á Spáni fyrir þá sem vilja læra tungumálið og upplifa það að búa á Spáni sem hluti af samfélaginu strax frá byrjun; Búa með spænskri fjölskyldu og starfa í Montessori skóla með innfæddum nemendum og kennurum. Hægt er að dvelja í tveimur þorpum i Extremadurahéraði þar sem Mundo er með afar góð tengsl.
Prógrammið er í boði fyrir einstaklinga á aldrinum 18 – 25 ára og tveir möguleikar í boði:
Sumarið júlí-ágúst 2024 í Zafra
5-10 mánuðir frá hausti 2024 í Jerez de los Caballeros.
Í sjálfboðavinnunni í skólanum er viðkomandi kominn í beina tengingu við Spánverja, bæði samstarfsfólk en þá helst þann aldurshóp sem reynist jafnan vera besti spænskukennarinn; fordómalausa krakka sem tala bara spænsku. Montessori-skólarnir eru margir foreldrareknir, sem þýðir að fólkið sem stendur að rekstrinum tekur hugmyndina um öflugt mennta- og menningarsamfélag alvarlega.
Samhliða vinnunni á skólanum fer þátttakandi í spænskutíma tvö til þrjú skipti í vikur þar sem kennslan er sniðin að þörfum viðkomandi. Að auki eru innifaldar þrjár skoðunarferðir um Suður-Spán sem gefa mikla innsýn í þetta einstaka sögulega svæði í Evrópu – og þjálfa þátttakendur í að ferðast sjálfstætt.
Æskilegt er að hafa einhvern grunn í spænsku, svo sem stúdentspróf í spænsku eða sambærilegt. Einnig er hægt að hefja dvölina með því að fara á undirbúningsnámskeið sem við getum aðstoðað þig við að finna ýmist hér heima eða á Spáni. Einnig er nauðsynlegt að vera góð/ur í samskiptum við börn og hafa opinn huga fyrir fjölbreyttum fjölskylduaðstæðum, enda verða samskiptin við fósturfjölskylduna nokkuð náin. Prógrammið er í boði fyrir einstaklinga á aldrinum 18 – 25 ára.
Þátttakandi verður búsettur hjá spænskri fjölskyldu tengdri leikskólanum í smábænum Zafra í Extremadura á Spáni. Zafra er einstaklega fallegur sögulegur bær á Suður-Spáni, þar sem íbúar eru 17.000 talsins. Samfélagið er opið fyrir gestkomandi og möguleikar á að kynnast fólki og menningunni mun meiri en í stærri borgum. Í Zafra er allt til alls og stutt að fara með rútu í heimsókn til annarra borga svæðisins eins og Sevilla eða Badajoz – eða þá til strandbæja.
Zafra er í Extremadura á Spáni. Zafra er einstaklega fallegur sögulegur bær á Suður-Spáni, þar sem íbúar eru 17.000 talsins. Samfélagið er opið fyrir gestkomandi og möguleikar á að kynnast fólki og menningunni mun meiri en í stærri borgum. Í Zafra er allt til alls og stutt að fara með rútu í heimsókn til annarra borga svæðisins eins og Sevilla eða Badajoz – eða þá til strandbæja.
Þátttakandi verður búsettur hjá spænskri fjölskyldu tengdri leikskólanum.
Sjálfboðaliði á sumardagskrá leikskóla fyrir spænsk börn á aldrinum eins til sex ára.
Þú getur valið hversu mikla spænskukennslu þú telur þig þurfa. Í byrjun tímabilsins þarftu kannski meiri og hraðari kennslu og grunn í spænsku en getur fækkað tímunum þegar á líður. Með góðum málfræðigrunni kemur orðaforðinn miklu hraðar og því gott að byrja af krafti.
Tímabil: 1. júlí – 31. ágúst
Verð: 850.000 krónur
Aldur: 18 – 25 ára
Innifalið: Ferðakostnaður til og frá Spáni, fullt fæði (morgun-, hádegis- og kvöldverður), húsnæði, spænskunám, ferðalög innan Spánar (gisting og dagskrá), atvinnutryggingar sem og persónuleg þjónusta og stuðningur frá Mundo.
5- 10 mánuðir.
sept-júni 2024.
2 laus pláss strax haustið 2024.
Þáttakandi býr hjá fjölskyldu tengdri skólanum í Jerez de los Caballeros.
Starfar í skólanum við aðstoða kennara og nemendur. Hægt er að hanna vinnuna í samstarfi við kennara eftir áhugasviði þínu; kenna ensku eða aðstoða við stærðfræði. Aðstoðað nemendur sem þurfa auka aðstoð. Séð um frímínútnagæslu og matartíma. Spánverjunum þykir þó eftirsóknarvert að þú talir ensku við börnin.
Þú getur valið hversu mikla spænskukennslu þú telur þig þurfa. Í byrjun tímabilsins þarftu kannski meiri og hraðari kennslu og grunn í spænsku en getur fækkað tímunum þegar á líður. Með góðum málfræðigrunni kemur orðaforðinn miklu hraðar og því gott að byrja af krafti.
Innifalið í prógramminu eru þrjár skoðunarferðir um Suður-Spán sem gefa mikla innsýn í þetta einstaka sögulega svæði í Evrópu. Þú hannar þínar ferðir undir öruggri leiðsögn starfsfólks Mundo.
Við hvetjum líka þátttakendur í að ferðast sjálfstætt og þjálfa sig þannig í að bjarga sér sjálf.
Verð: 1.350.000 fyrir fimm mánuði en 1750 þúsund fyrir tíu mánuði.
Innifalið: Ferðakostnaður til og frá Spáni, fullt fæði (morgun-, hádegis- og kvöldverður), húsnæði, spænskunám, ferðalög innan Spánar (gisting og dagskrá), atvinnutryggingar sem og persónuleg þjónusta og stuðningur frá Mundo.
Fyrir nánari upplýsingar vinsamlegast hafið samband við nannahlif@mundo.is, sími: 8504684 eða með því að senda skilaboð í gegnum gluggann hér til hægri.