Bindifestivalurin í Fuglafirði er stórhátíð prjóna- og handverksfólks og Færeyingar eru svo sannarlega góðir heim að sækja. Gist verður á Hotel Brandan í Þórshöfn og farið með rútu þaðan til og frá Fuglafirði. Hátíðin sjálf er þrír dagar (fimmtudagur til laugardags) og í boði eru fjölbreytt námskeið, fyrirlestrar og viðburðir af ýmsu tagi. Opið prjónakaffi, pop-up markaðir, tilboð íverslunum í bænum og nóg við að vera. Námskeiðin eru haldin í heimahúsum í Fuglafirði og stemningin er notaleg. Námskeið eru í boði bæði fyrir og eftir hádegi og hver og einn þátttakandi velur sín námskeið. Tvö námskeið eru innifalin í verðinu en hægt er að bæta við fleirum gegn gjaldi ef áhugi er fyrir því. Hádegisverðarhlaðborð og heitt á könnunni alla dagana í prjónakaffinu, auk þess sem boðið er upp á kaffi og meðlæti á öllum námskeiðum. Fyrsta daginn í Fuglafirði verður kvöldverður í heimahúsi fyrir hópinn okkar og annað kvöldið verður svo veglegur hátíðarkvöldverður og skemmtun á vegum Bindifestival.
Daginn sem komið er til Færeyja verður frjáls dagur í Þórshöfn. Þá er kjörið að rölta um miðbæinn, skoða garnbúðir og fleiri áhugaverða staði. Á sunnudeginum verður skoðunarferð til Kirkjubæjar sem er einn helsti sögustaður Færeyja og til Signabögarðs sem er sveitabær með sauðfé og færeyska smáhesta. Þar er hægt er prófa að spinna ull, skoða handverk heimafólks og jafnvel versla beint frá bónda.
Fararstjóri: Dagný Hermannsdóttir
Ferðatímabil: 23.-28. apríl 2025
Verð: 299.500 kr
Aukagjald fyrir einbýli: 35.000 kr (ekki mörg þannig herbergi í boði)
Staðfestingargjald: 79.500 kr
Lokagreiðsla fyrir 1. mars 2025 verður innheimt með greiðsluseðli í heimabanka
Fjöldi farþega: lágmark 20 – hámark 30
Flogið með Icelandair frá Keflavík til Þórshafnar.
Brottför frá Keflavík 23. apríl kl 8:35 – lending 11:20 í Færeyjum.
Heimferð frá Færeyjum 28. apríl kl 13:15 – lending 14:05 í Keflavík