Portúgalski Jakobsvegurinn liggur frá Lissabon um Porto til Santiago de Compostela.
Til eru þrjú afbrigði:
(1) Camino Central Portugues,
(2) Camino Portugues por la Costa,
(3) Senda Litoral de Camino Costal.
Við ætlum að ganga síðustu 130 km frá Valença/Tui, sérleið sem kallast Variante Espiritual, í gegnum Redondela, Pontevedra, Villanova de Arousa og Padrón á 7 dögum til Santiago de Compostela.
Fararstjórar: Helmut Hinrichsen og Jóhanna Arnórsdóttir, þau þekkja leiðina eins og lófann á sér.
Ferðatímabil: 29. maí – 7. júní 2025
Verð m.v. tveggja manna herbergi: 419.000 kr
Aukagjald fyrir einbýli: 85.000 kr
Staðfestingargjald: 119.000 kr (vinsamlega skrifið nafn herbergisfélaga í athugasemd þegar bókað er)
Lokagreiðsla greiðist fyrir 10. mars 2025 – greiðsluseðill kemur í netbanka
Fjöldi farþega: lágmark 12 – hámark 16
Upplýsingar gefur Birna í s. 561 4646 netfang: birna@mundo.is
Ferðatilhögun:
29. maí: Flogið í beinu flugi til Porto. Lending 20:15. Rúta á hótel í Porto.
30. maí: Farið með rútu frá Porto til Valenca.
31. maí: Fyrsti göngudagur. Í kirkjunni Catedral de Santa María de Tui fáum við stimpil í pílagrímavegabréfið. Við fylgjum ánni Rio Louro til borgarinnar O Porriño. 20 km
1. júní: O Porrino til Redondela. Krefjandi dagur, leiðin liggur upp í 220 m hæð. 20 km
2. júní: Redondela til Pontevedra. Leiðin er hæðótt og krefjandi. Fylgjum gömlum rómverskum leiðum og förum yfir Ponte Sampayo við ána Rio Verdugo. 18 km.
3. júní: Pontevedra til Ribadumia. Við fylgjum sérleið sem kallast Variante Espiritual. Fyrst liggur leiðin meðfram sjó til Combarro og svo upp í 450 m hæð. Við förum fram hjá klaustrinu Santa Maria da Armenteira. 29 km.
4. júní: Ribadumia til Vilanova de Arousa. Leiðin liggur meðfram vínökrum og niður að ströndinni Ria de Arousa. Við gistum þessa nótt í strandarbænum Vilanova de Arousa.
5. júní: Vilanova de Arousa til Padrón. Í dag ætlum við að taka bát og sigla upp ána Rio Ulla til Pontecesures. Þaðan er ekki nema 3-5 km gangur að gististaðnum okkar í Padrón.
6. júní: Padrón til Santiago de Compostela. Siðasti áfanginn er hæðóttur og liggur um skóga og þorp. Byggðin þéttist þegar nær dregur Santiago de Compostela. Við ljúkum þessum áfanga á dómkirkjutorginu Praza de Obradoiro. 27 km.
7. júní: Santiago de Compostela. Þar er nóg að sjá enda kirkjur, söfn og helgimyndir á hverju horni. Eftir hádegi förum við með rútu á flugvöllinn í Porto. Beint flug heim. Lent í Keflavík 23:55.