UMHUGSUNARÁR – MILLIBILSÁR – HUGLEIÐINGAÁR
Er “4. árið” í menntaskóla ekki fengið tækifæri til að læra nýtt tungumál og hugleiða næstu skref?
Stytting menntaskólaáranna hefur ekki vakið ánægju allra en það sem þó er jákvætt er að nú má segja að íslenskir nemar geti leyft sér hið margrómaða UMHUGSUNARÁR sem vinsælt hefur verið meðal ungs fólks í öðrum löndum.
MUNDO í samvinnu við SIGE (Spanish Institute for Global Education) býður upp á einstaka námsleið til að vera eina önn eða heilt námsár í Sevilla, sérstaklega hönnuð fyrir ungt fólk sem vill þroskast og uppgötva áhugasvið sitt áður en lengra er haldið í námi.
Auk þess að læra nýtt tungumál getur þú valið að sækja tíma í ýmsum fögum í Háskólanum í Sevilla, unnið sjálfboðaliðaliðastarf eða verið í starfsnámi.
Námskeiðin er hægt að fá metin til ECT eininga.
sjá nánar hér:
https://spanishinstitute.net/programs/gap-year/
Upplýsingar veitir Nanna Hlíf í síma 8504684 – nannahlif@mundo.is