Ferðaskrifstofan Mundo er í góðu sambandi við alþjóðlegu GSD skólana á Spáni. GSD skólarnir eru stofnaðir af spænskum kennurum sem vildu móta skólastarfið eftir þeirra eigin bestu reynslu úr kennslustarfinu. Skólarnir eru dreifðir um landið og eru leik,- grunn- og framhaldsskólar. Í miðaldabænum Buitrago, 65 km norður af Madrid, var settur á laggirnar GSD skóli á 70.000 fermetra skólalóð með glæsilegum skólabyggingum og með einstaka gestaálmu þar sem skólinn tekur á móti áhugasömum starfsmannahópum úr íslenskum skólum; kynnir þeim skólastarfið á Spáni og býður aðstöðu til að skipuleggja okkar eigin námskeið með íslenskum leiðbeinendum.
Ferðatímabil: Þegar þér og hópnum þínum hentar
Lægsta verð: 189.900.- m.v. gistingu í tvíbýli.
Aukagjald fyrir einbýli: 57.000
Upplýsingar gefur Erlendur eða Sesselja í s. 561 4646 netfang: mundo@mundo.is
Okkar besta ferð snýst um að fljúga í beinu flugi til Madrid. Fara beint af flugvellinum til Buitrago. Kynnast skólanum og fá kynningu á spænsku skólastarfi. Skiptast á hugmyndum við starfsmenn skólans. Fá leiðsögn um Buitrago. Elda Paellu með starfsmönnum skólans úti á skólalóðinni.
Gistum í gestaálmu skólans í 2ja manna herbergjum með sér baðherbergi.
Njótum matar í mötuneyti skólans í kringum nemendur og starfsfólk.
Skipuleggjum uppbyggilegt 4 – 6 tíma námskeið undir leiðsögn íslensks leiðbeinanda. Gistum þarna í 2 – 3 nætur, allt eftir óskum hópsins.
Förum til Madrid ásamt nokkrum kennurum skólans og njótum þess að kynnast borginni undir þeirra leiðsögn.
Eigum frídag í Madrid og svo er flogið beint heim.
Getum heimsótt GSD skóla í Madrid ef áhugi er fyrir því.
Heimasíða GSD skólanna á Spáni: https://www.gsdinternationalschool.com
Ferðatímabilið getur verið 4 – 6 dagar, allt eftir óskum hópsins.