Leiðbeinendur á námskeiðinu eru í fremstu röð finnskra flytjenda og kennara.
Nánari upplýsingar veitir Sesselja í síma 5614646 eða sesselja@mundo.is
Nýtt nám – ný tónlistarreynsla fyrir tónmenntakennara og aðra áhugasama. Mundo býður upp á fjögurra daga intensíft námskeið í Finnlandi fyrir tónmenntakennara.
Námskeið, stútfullt af fróðleik, spennandi og góðum hugmyndum fyrir tónmenntakennsluna í grunnskólum í landi sem skartar færustu tónlistarmönnum heims. Unnið er með spuna, söng og hreyfingu ásamt því að nota kantele, finnska þjóðarhljóðfærið, til undirleiks. Tónleikar í lok námskeiðs.
Hámarksfjöldi á hvert námskeið 10 manns.
Tónlistarlandið Finnland þarf vart að kynna, finnsk tónlist og tónlistarmenn er vel þekkt utan landsteinanna. Ástæður velgengninnar má að miklum hluta rekja til þess að þar er hlúð að tónlistarkennslu á öllum stigum námsins, líka í grunnskólum. Mundo er stolt af því að geta boðið upp á samstarf við nokkra af helstu þjóðlaga/frumbyggja tónlistarmenn og kennara Finnlands og vonast til þess að það komi að góðum notum og auki við þá fjölbreyttu flóru sem í boði er í endurmenntun fyrir grunnskólakennara.
Leiðbeinendur á námskeiðinu eru í fremstu röð finnskra flytjenda og kennara.
Nánari upplýsingar veitir Sesselja í síma 5614646 eða sesselja@mundo.is
Dagur 2
Kl. 8:00 Morgunverður
Kl. 10:00- 12:00 Fyrsti námskeiðsdagur í kennslumiðstöðinni. Þátttakendur kynnast og síðan verður haldin hljóðfærakynning og farið yfir undirstöðuatriði í Kantele-leik.
Kl. 12:00 – 14:00 Hádegisverður
Kl. 14:00 – 16:00 Hljóðfæraleikur – æfingar, einkatímar og minni hópar
Kl. 16:00 -16:30 Kaffi
Kl. 16:30-18:00 Sameiginlegir tónfundir, þátttakendur sýna afrakstur dagsins og leika hvert fyrir annað.
Frjáls tími
Kl. 19:00 Kvöldverður og heit sauna
Dagur 4
Kl. 8:00 Morgunverður
Kl. 10:00 – 11:00 Tónleikar hefjast í kennslumiðstöðinni.
Eftir tónleikana verður haldið til baka í gististað, farangur tekinn saman og síðan rútuferð til Helsinki.
Kl. 15:35 Flug heim