Er vinnustaðurinn eða hópurinn þinn að leita að innihaldsríkri ferð?
Ferðaskrifstofan Mundo hefur mikla reynslu í að setja saman áhugaverðar og innihaldsríkar ferðir fyrir vinnustaði og hópa, smáa og stóra, hvort sem er hérlendis eða erlendis.
Einkunnarorð Mundo „menntun, skemmtun, menning og þjálfun”, eiga vel við hópa- og vinnustaðaferðir hvort sem verið er að leita að námskeiðum, fyrirlestrum, ráðstefnum, endurmenntun, hópefli, slökun, hreyfingu, útivist eða öðru. Endilega hafðu samband við mundo@mundo.is til að fá nánari upplýsingar um hvernig við getum sérsniðið ferð að þörfum hópsins þíns.