Langar þig að láta drauminn um að verða góð/ur í spænsku rætast? Nennir þú ekki að fara á enn eitt byrjendanámskeiðið þrátt fyrir stúdentsprófið þitt í spænsku hvað þá að fara í málaskóla þar sem er fólk sem lærir mun hraðar eða hægar en þú? Viltu ná árangri hratt – ná að kynnast innfæddum – fá einkakennslu, sérsniðin verkefni, fara í ferðalög sem eru tengd við tungumálanámið? Þá gæti skiptinám fyrir fullorðna með Mundo verið eitthvað sem þú vilt.