Hefurðu hugsað um að lofa unglingnum á heimilinu að fara í skiptinám en hikar svo þegar kemur að óvissuþáttunum og þeirri staðreynd hvað heimurinn er stór og hversu margt gæti komið uppá? MUNDO þekkir þá tilfinningu og ákvað þess vegna að bjóða upp á skiptinám í mjög öruggu umhverfi þar sem Mundo þekkir afar vel til. Eigandi Mundo var í doktorsnámi í Princeton háskóla í Bandaríkjunum og með sambönd sem tryggja skiptinám eins og það gerist best, þar sem foreldrar frá reglulegar fréttir frá fyrstu hendi án menningar og tungumálaörðugleika.
Boðið er upp á tvo pakka í skiptinámi í Bandaríkjunum.
Annars vegar er það USA High School program er það er opinber skrifstofa alþjóðaskipta og heyrir undir mennta- og menningardeild utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna. Hún sér um að veita erlendum ríkisborgurum leyfi til að stunda nám í bandarískum menntaskólum í ýmist 5 eða 10 mánuði. Þar fara skiptinemar í opinbera menntaskóla og dvelja hjá fjölskyldu sem tekur á móti þeim og fá ekki greitt fyrir að hafa þau. Þar geta krakkarnir lent hvar sem er í Bandaríkjunum og sá möguleiki (ólíklegur en þó til staðar) er fyrir hendi að ekki finnist fjölskylda. Þá fær skiptineminn endurgreitt. Hins vegar fara skiptinemar í einkarekinn menntaskóla og dvelja hjá fjölskyldum sem fá greitt fyrir að hafa þau. Skiptinemar velja skóla og dvalarstað. Verð fyrir síðari kostinn er breytilegt eftir skóla og mun hærra en fyrri kosturinn.
Eftir mikla umhugsun og leit að vænlegum og traustum samstarfsaðila varð úr að Mundo fór í samstarf við skiptinemasamtökin Forte Internationl Exchange Association. Við skiptum fyrri samstarfaðila út þar sem hann var mjög stór aðili á markaði og náði ekki að veita þá persónulegu þjónustu sem Mundo veitir. Samtökin hafa verið starfrækt frá árinu 2000 og eru því með mikla reynslu af skiptinemastarfi í Bandaríkjunum. Þau taka aðeins á móti 300 skiptinemum árlega og geta því veitt persónulega þjónustu.
Skiptinám getur verið stórkostleg reynsla sem hjálpar ungmennum að vaxa undurhratt á skömmum tíma auk þess að ná góðum tökum á nýju tungumáli. Rannsóknir sýna að þau ungmenni sem fara út sem skiptinemar búa að því alla ævi.
MUNDO er sönn ánægja að bjóða upp á skiptinám Í Bandaríkjunum. Skiptinámið er fyrir 15-18,5 ára krakka (miðað við aldurinn þegar lagt er af stað í skiptinámið) og geta þau valið á milli þess að dvelja þar í um 5 eða 10 mánuði. Dvalið er hjá vel völdum fjölskyldum víðsvegar um Bandaríkin og nærri þeim öllum býr fulltrúi Forte exchange sem hefur valið fjölskyldurnar og fylgist með allan tímann. Trúnaðarmennirnir fá allir greitt fyrir störf sín.
Fjölskyldurnar sem dvalið er hjá eiga það sameiginlegt að hafa alþjóðlega reynslu og skilning eða hafa alist upp í tvítyngdu umhverfi og skilja fullvel hvað menningarmismunur og aðlögun eru. Fjölskyldurnar sem við vinnum með eru af öllum stærðum og gerðum, stórar og smáar, barnlausar og barnmargar, þar sem eru giftir og ógiftir einstaklingar. Við vöndum okkur við að para saman ungmenni og fjölskyldu en það er fjölskyldan sem velur skiptinemann og ekki öfugt.
Dvalið er hjá fjölskyldum í öllum Bandaríkjunum en ef ungmenni vilja velja fylki eða hérað er hægt að greiða fyrir það sérstaklega. Einnig gerist það að við brottför er ekki komin endanleg fjölskylda heldur svokölluð “welcome family”. Oft er það vegna þess að fjölskyldan er ekki viss um hvort hún sé tilbúin í þá skuldbindingu sem það felur í sér að hafa skiptinema í heilt ár en einnig er það vegna þess að bið er á endanlegri fjölskyldu. Þá er sérstakt aukagjald ef nemandi vill að tryggt sé að hann fái sérherbergi og ennfremur er hægt að greiða sérstaklega fyrir að vera kominn með fjölskyldu þann 21 júlí. Forte exchange tryggja endurgreiðslu ef þau geta ekki staðið við gefin loforð.
Áður en ungmennin halda til fósturfjölskyldnanna fara þau á undirbúningsnámskeið hjá Mundo en vitaskuld fá þau einnig undirbúningsnámskeið frá trúnaðarmanni sínum í Bandaríkjunum stuttu eftir komuna út.
Skiptinemar Mundo fá tryggingakort sem sér um læknisþjónustu á meðan á dvöl stendur. Krakkarnir ferðast út á J-1 visa sem er sama vegabréfaáritun sem Fulbright styrkþegar ferðast á. Athuga ber að ef skiptinemi er með fyrirliggjandi sjúkdóm þá fellur hann ekki inn í sjúkratrygginguna í Bandaríkjunum og ber að tryggja slíkt heima fyrir brottför. Einnig ná tryggingar ekki yfir það sem er “krónískt” en það eru meiðsl sem vara lengur en í þrjá mánuði. Þannig er mikilvægt að hugsa strax að til dæmis hnémeiðslum og láta ekki líða lengri tíma frá því leitað er læknis í fyrsta skipti og þar til næst.
Misjafnt eftir fylkjum hvenær skólar byrja. Eftirfarandi voru dagsetningar fyrir brottför sumarið 2019 svo þið sjáið hversu mismunandi brottfarir eru. Athugið að ekki er hægt að velja brottfarardag – hann fer eftir því í hvaða fylki viðkomandi verður. 25. júlí, 1. ágúst, 8. ágúst, 15. ágúst, 22. ágúst, 29. ágúst. Fyrir vorönn er haldið út í byrjun janúar og komið heim í maí/júní (fer eftir því hvenær skóla lýkur).
Athugið að umsóknarferlið tekur tíma og þá þarf einnig að fara í nokkrar bólusetningar, svo um að gera er að vera snemma á ferðinni ætlir þú í skiptinám til Bandaríkjanna.
Heilt skólaár (10 mánuðir): 2.390.000
Hálft skólaár (5 mánuðir): 2.190.000
Greiðslur fara fram með eftirfarandi hætti:
Umsóknargjald 150 þúsund er óafturkræft og greiðist við afhendingu umsóknar. Fari svo að samtökin úti samþykki ekki nema heldur Mundo eftir 30 þúsund krónum af umsýslugjaldinu. Helmingur af skiptinámsgjaldinu greiðist 31. maí og afgangur þann 15. júlí. Fyrir brottför í janúar greiðist 50% fyrir 31. október og afgangur fyrir 15. desember.
Mundo veitir þrjá styrki, að upphæð 150.000 kr. hver, fyrir 10 mánaða skiptinám sem hefst að hausti. Styrkirnir eru veittir þeim sem ætla að fara í skiptinám og hafa þegar sótt um.
Afbókunarskilmálar:
Hætti skiptinemi við prógrammið eftir að hann hefur skilað inn umsókn en áður en hann hefur fengið úthlutað fjölskyldu er afbókunarkostnaður 260.000 kr.
Hætti skiptinemi við prógrammið eftir að hann hefur fengið úthlutað fjölskyldu er afbókunarkostnaður 400.000 kr.
Hætti skiptinemi við eftir að skiptinám hefst er allur kostnaður óendurkræfur.
Eigandi Mundo er Margrét Jónsdóttir Njarðvík en hún hefur áratuga langa reynslu af skiptinámi og skiptinemum, Bandaríkjunum og Bandaríkjamönnum, sendingu og móttöku af Bandaríkjamönnum og hefur búið í landinu um árabil. Hún var formaður stjórnar Fulbright á Íslandi og sat þar í stjórn í mörg ár. Þannig vinnur Mundo einungis með lönd sem teljast örugg, fjölskyldur sem við þekkjum og með samstarfsaðilum sem við treystum.
Fyrsta skref til að fara í skiptinám er að fara í viðtal. Vinsamlegast hafið samband við Unu Helgu í netfangi unahelga@mundo.is, eða síma 778-4646.