Hefurðu hugsað um að lofa unglingnum á heimilinu að fara í skiptinám en hikar svo þegar kemur að óvissuþáttunum og þeirri staðreynd hvað heimurinn er stór og hversu margt gæti komið uppá? MUNDO þekkir þá tilfinningu og ákvað þess vegna að bjóða upp á skiptinám í mjög öruggu umhverfi þar sem Mundo þekkir afar vel til og getur gripið inní hvenær sem er. Fyrir valinu urðu samtökin CEI en þau hafa starfað óralengi við góðan orðstír.
Brottför í ágúst 2023
Brottför í janúar 2024
Skiptist í 3 þriggja mánaða misseri sem hefst í september. Skólafrídagar eru breytilegir eftir héruðum. Hér má sjá upplýsingar um skólana eftir héruðum.
Flestir franskir skólar miða við að kenna fjóra daga í viku og er því frí á miðvikudögum og um helgar. Þetta fer þó eftir framhaldsskóla. Til er í myndinni að krakkar séu í skóla á miðvikudögum og á laugardagsmorgnum. Venjulegur skóladagur er langur og er hádegishlé 1,5 – 2 klst. Skóladegi lykur milli klukkan fimm og sex. Breytilegt er hvenær skóli hefst á morgnana og hvenær honum lýkur.
Nemendur geta ekki valið námskeið en þeir fá einkunnir eins og aðrir nemendur. Þeir þurfa þó að gæta þess að bera sig eftir einkunnum í lok dvalar.
Flestir kennarar í erlendum tungumálum aðstoða nemendur auk þess sem þeir hafa bekkjarkennara. Skiptinemar eiga að stunda námið eins og aðrir en vitað er að tungumálaörðugleikar aftra þeim frá því að geta náð sama árangri og aðrir nemendur Margir nemendur fá sér aukakennara og kostar hver stund í kringum 22-25 evrur. Aðrir bjóða enskukennslu á móti því að fá hjálp í námsgreinum.
CEI hefur skipulagt 3 ferðir fyrir skiptinema:
1. París í nóvember. Gist er í 3 nætur en ferðin tekur 4 daga.
2. Skíðaferð í Alpana í febrúar. Um ræðir vikuferð með frönskum unglingum.
3. Cote d’Azur í júní
Nemendur verða að vera með sínar tryggingar klárar fyrir brottför. Sjúkratrygging er ekki nauðsynleg.
Engar heimsóknir eru leyfðar fyrir páska hafi nemandi farið út að hausti.
3ja mánaða dvöl : 1.490.000
4 mánaða dvöl: 1.590.000
ein önn: 1.790.000
heilt skólaár: 1.990.000
Mundo veitir þrjá styrki, að upphæð 150.000 kr. hver, fyrir skiptinám sem hefst að hausti. Styrkirnir eru veittir þeim sem ætla að fara í skiptinám og hafa þegar sótt um.
Vegna brottfarar í janúar er 1. október og fyrir brottför að hausti 31. mars
Umsóknargjald 150 þúsund er óafturkræft og greiðist við afhendingu umsóknar. 50% af gjaldinu greiðist 31. maí og afgangur þann 15. júlí. Fyrir brottför í janúar greiðist 50% fyrir 31. október og afgangur fyrir 15. desember.
Allar nánari upplýsingar veitir Una Helga Jónsdóttir – unahelga@mundo.is – 778-4646.