Tveggja vikna sumarnámskeið fyrir ungmenni 17-20 ára í samstarfi við CLIC málaskólann í Cádiz. Skólinn hefur haldið sumarnámskeið fyrir ungmenni um árabil með frábærum árangri. Námskeiðið er afar vinsælt, spænskukennslan er framúrskarandi og alla daga er fjölbreytt dagskrá með afar góðu utanumhaldi.
Þátttakendum er skipt í hópa eftir aldri og spænskukunnáttu ef einhver er.
Gist er hjá spænskum fjölskyldum til að kynnast enn betur spænskri menningu og tungumálinu. Einnig er hægt að velja gistingu á heimavist skólans.
Umsjónarmaður ferðar: Nanna Hlíf Ingvadóttir
Ferðatímabil: 27. júlí til 10. ágúst 2025
Verð: 430.000 kr.
Staðfestingargjald: 105.000 kr (óafturkræft nema ferð falli niður)
Eftirstöðvar greiðast fyrir 10. júní 2025 – greiðsluseðill sendur í netbanka
Upplýsingar gefur Nanna Hlíf í s. 850 4684 netfang: nannahlif@mundo.is
2 vikna dagskrá mánudaga -laugardaga (sjá neðar).
Gisting hjá spænskri fjölskyldu.
Spænskunám 20 tímar á viku
Menningar/skemmtidagskrá á hverjum degi
Flug og flugrúta til og frá Málaga.
Nanna Hlíf Ingvadóttir umsjónarmaður ungmennaferða hjá Mundo og 30 ára starfsreynsla sem tónlistarkennari.
Sunnudagur 27. júlí
Fljúgum með Play til Málaga og keyrum beint til Cádiz þar sem spænsku gestgjafarnir taka á móti sínum gesti.
Mánudagur 28. júlí
9:15-13.00 Spænskutímar
19.00 Hópurinn hittist í skólanum og fer í göngu um borgina.
Þriðjudagur 29. júlí
9:15-13:00 Spænskutímar
17:00 Hópurinn hittist í skólanum og heimsækir “Museo de Cádiz”:
Miðvikudagur 30. júlí
9:15 – 13:00 Spænskutímar
17:00 Hópurinn hittist í skólanum og fer í brimbrettakennslu á la playa de Cortadura.
Fimmtudagur 31. júlí
9:15 -13:00 Spænskutímar
19:00 Mæting upp á veröndina á þaki skólans – danstími í latínskum
dönsum (salsa)
Föstudagur 1 . ágúst
9:15-13:00 Spænskukennsla
19:00 Mæting í skólann. Spjall á spænsku um strauma í popptónlist.
Laugardagur 2. ágúst
9:00 Dagsferð til Tarifa og Baelo Claudia. Þar verður ein fallegasta strönd Spánar heimsótt og rústir frá rómanska tímabilinu í Bolonia skoðaðar.
Sunnudagur 3. Ágúst
Frjáls dagur
Mánudagur 4. Ágúst
9:15-13:00 Spænskutímar
19:00 Mæting á Dómkirkjutorginu. Hjólaferð um borgina.
Þriðjudagur 5. ágúst
9:15-13:00 Spænskutímar.
19:00. Mæting upp á verönd skólans. Dansinn “Las Sevillanas” kenndur (Andalúsíubúar kunna þennan dans enda dansaður á öllum hátíðum.)
Miðvikudagur 6. ágúst
9:15-13:00 Spænskutímar
19:00 Mæting í skólann. Íþróttaeftirmiðdagur á ströndinni.
Fimmtudagur 7. ágúst
9:15-13:00 Spænskutímar.
19:00 horas. Mæting í skólann. Spjall um hátíðir og menningarhefðir á Spáni.
Föstudagur 8. ágúst
9:15-13:00 Spænskutímar.
19:00 Mæting í skólann. Lokapartý!!.
Laugardagur 9. ágúst
19:00 Skoðunarferð til El Puerto de Santa María, þar sem kastalinn, nautabanahringurinn og fleira verður skoðað.
Sunnudagur 10. ágúst
Dagskrá lokið og haldið heim!