Bóka/greiða staðfestingargjald
Staðfestingargjald er 44.000 kr./mann
Spænskunám fyrir 50+ á Spáni
“Það er MUNDO að þakka að ég náði að upplifa þetta ævintýri, verð ævinlega þakklát “
Mundo í samvinnu við tungumálaskóla víða um Spán býður upp á spænskunámskeið fyrir 50 ára og eldri einstaklinga, hvort sem farið er á eigin vegum eða í hóp.
Tilvalið tækfæri til að njóta lífsins, læra spænsku og upplifa spænska menningu. Hannaðu þitt ævintýralega spænskunám í samvinnu við okkur!
Helstu staðsetningar og skólar:
Andalúsía:
Cádiz í Andalúsíu er ein elsta borg Evrópu. Borgin er því stútfull af sögu og dásamlegum gömlum byggingum við þröngar götur og falleg torg. Löng hvít strandlengja með ferskum blæ Atlantshafsins liggur meðfram borginni.
Sevilla: Hin undurfagra höfuðborg Andalúsiu.
Málaga: Borg sem margir hafa ferðast í gegnum á ferð sinni til vinsælla stranda en kannski ekki gefið sér tíma til að kynnast. Stórkostlegt menningarlíf og stórborgarbragur auk þess sem hún liggur við strönd.
Skólar:
MUNDO er í samvinnu við tvo tungumálaskóla í Sevilla, Málaga og Cádiz.
Spanish en Cádiz er lítill notalegur skóli sem við höfum frábæra reynslu af að vinna með.
CLIC (International House) er starfræktur í Málaga, Cádiz og Sevilla. Skóli með áratuga reynslu af spænskukennslu og sá stærsti í Andalúsíu,
Spænskukennsla er 20 tímar á viku, 4 tímar á dag frá 9.45- 13.30 og skiptist í 2 tíma í málfræði og 2 tíma í töluðu máli.
Auk þess er fjölbreytt dagskrá í eftirmiðdaginn s.s, söguferðir, flamenco, hjólaferðir, surf námskeið sem hægt er að velja sér eftir áhugasviði.
Gisting
Skólarnir reka húsnæði rétt við skólana og leigja út bæði litlar stúdíóíbúðir og herbergi með sameiginlegu eldhúsi og baði.
MUNDO hefur einnig gott samband við fleiri skóla víðsvegar um Spán – hikaðu ekki við að spyrja!
Hafið samband við Mundo til að hanna ykkar einstaklingsferðir og/eða beiðni um ferðir í hópum.
nannahlif@mundo.is sími: 8504684