Mundo hefur sterk tengsl við Spán og menntastofnanir þar í landi. Með stolti getum við boðið áhugasömum upp á sérsniðið spænskunám sem hentar hverjum og einum, hvort sem um ræðir einstakling, fjölskyldu, hópa, spænskukennara, vinnustaði o.s.frv. Margir skólar og staðsetningar eru í boði og ættu allir að finna eitthvað við hæfi.
Flestir skólarnir eru viðurkenndir af Cervantes-stofnuninni og bjóða margir þeirra upp á ECTS-einingar að námi loknu. Allir skólarnir vinna með litla hópa svo hver og einn ætti að fá eins mikið og hægt er út úr náminu.
Verð veltur á ýmsu, t.d. lengd náms, tímasetningu, gistingu o.fl. Hafir þú áhuga á að fá tilboð í námskeið sendu okkur þá línu á mundo@mundo.is og við reynum að koma til móts við þarfir þínar.
Hér fyrir neðan er stiklað á stóru varðandi staðsetningar og framboð spænskuskólanna:
Santiago de Compostela:
Háskólinn í Santiago býr yfir um 500 ára reynslu og er ein virtasta menntastofnun Spánar. Í um 60 ár hefur skólinn boðið upp á tungumálakennslu fyrir erlenda námsmenn sem vilja læra tungumálið og kynnast landi og þjóð í gegnum menninguna. Spænska fyrir útlendinga er kennd allt árið um kring í mismunandi útgáfum, allt eftir því hvað hentar hverjum og einum. Borgin er falleg, skemmtileg og örugg, auk þess sem hún er lokastaður hins margrómaða Jakobsvegar. Hún er því stútfull af sögu, menningu og listum sem veita spænskunemum innblástur í námi sínu. Hægt er að stunda spænskunám þar frá 2 vikum upp í nokkra mánuði. Hér er um að ræða sannkallaðan suðupott fyrir tungumálanám, en fyrir utan spænskunám býður skólinn upp á námskeið í ensku, japönsku, arabísku, kínversku, þýsku, frönsku o.s.frv.!
Framboð námskeiða er mikið, t.d. er eftirfarandi í boði og tíndur til hluti af því sem nemendur fá að smakka á á meðan á námskeiði stendur:
Toledo:
Lítill og persónulegur skóli í fyrrverandi höfuðborg Spánar, Toledo, þar sem má segja að allt sé í göngufæri. Um ræðir forna og litla borg, sem stendur innan borgarmúra, og er umkringd á (sem m.a. er hægt að renna sér í aparólu (í öryggislínu) yfir!). Borgin er oft kölluð „the city of three cultures“ enda höfðust þar við kristnir menn, gyðingar og múslimar samtímis í sátt og samlyndi, sem skilar sér í ógrynni af menningarlegum verðmætum, s.s. arkítektúr, listum o.fl. Borgin er örugg og fólkið þar afskaplega vingjarnlegt svo auðveldara er að sökkva sér í spænskunámið. Auk þess er stutt að fara til Madridar, eða aðeins um hálftími með rútu eða lest.
Skólinn tekur á móti hópum eða einstaklingum og sérsníðir kennslu og dagskrá eftir því með menningarlegu ívafi, t.d. matreiðslunámskeiðum, „escape room“ á spænsku, skoðunarferðum o.fl. Gisting getur verið margs konar, en m.a. er boðið upp á heimagistingu, hótel, íbúð, nú eða gistingu í klaustri eða kastala!
Cuenca og A Coruña:
Þessi skóli býr yfir miklu úrvali námskeiða fyrir unglinga í tveimur fallegum borgum á Spáni. Úrval gistimöguleika er í boði, en í flestum tilfellum gista unglingar hjá fjölskyldum en það flýtir fyrir máltileinkun og stuðlar að innihaldsríkara spænskunámi.
Námskeið sem m.a. eru í boði:
Nerja:
Nerja er vingjarnlegur lítill bær við Miðjarðarhafið, umkringdur fallegum ströndum og fjöllum. Þar sem bærinn er lítill má segja að allt sé í göngufjarlægð, en stutt er í næstu borg (1 klst. til Malaga eða Granada). Bærinn státar af mikilli Andalúsíumenningu sem á vel við suðrænt loftslagið, en meðalhiti yfir árið er 20°C. Loftslagið býður upp á að kennsla fari að miklu leyti fram utandyra á verönd skólans. Smábær á borð við Nerja er tilvalinn til að sökkva sér í spænskunámið ásamt því að upplifa menningu heimamanna í bland. Ásamt spænskunámi er blandað saman ýmissri menningardagskrá, m.a. fyrirlestrum, skoðunarferðum, matreiðslutímum, strandíþróttum, heimsókn í forsögulega hella o.s.frv. Hægt er að stunda nám við skólann í allt að 8 mánuði og er gistingin margs konar, m.a. gisting í íbúðahúsnæði skólans, stúdíóíbúð, leiguíbúð eða hjá fjölskyldu. Námskeiðin eru fyrir 16 ára og eldri, en einnig er skólinn með sérnámskeið fyrir 50 ára og eldri. Námið fer fram í litlum hópum sem verður til þess að hver og einn fær meira út úr náminu.
Alicante, Barcelona, Granada, Madrid (og S-Ameríka):
Þessi spænskuskóli býður upp á nám og námskeið á fjórum stöðum á Spáni svo hér ættu allir að finna sér umhverfi við hæfi! Um ræðir Alicante, Barcelona, Granada og Madrid, en auk þess hefur skólinn tengsl við skóla í Suður-Ameríku svo einnig er hægt að bjóða upp á nám þar. Þetta þýðir líka að hægt er að ferðast á milli staðanna og halda áfram að læra á meðan maður ferðast.