Ertu forvitin/n um hvað útikennsla og fræðsla um skólakerfi annarra landa getur gert fyrir skólann þinn? Ný nálgun á skólastarfið getur veitt innblástur fyrir nýjar hugmyndir og aðferðir sem nýtast geta skólanum þínum.
Ferðaskrifstofan Mundo skipuleggur námsferð fyrir kennara til Kanada. Þema ferðarinnar er útikennsla og verður ferðin í formi fyrirlestra, vettvangsheimsókna og umræðna um útikennslu og útinám.
Fararstjóri verður Ævar Aðalsteinsson, verkefnisstjóri útináms í frístunda- og útivistarmiðstöðinni í Gufunesbæ í Reykjavík.
Umsjónarmaður í Kanada er Dr. Robert Henderson sem hefur mikla reynslu á sviði útikennslu og útivistar, ásamt því að hafa oft komið til Íslands í tengslum við þetta fræðasvið. Hann á að baki 29 ára kennsluferil sem aðjúnkt hjá Útináms- og umhverfisfræðideild McMaster háskólans í Ontario en er nú kominn á eftirlaun.
Ferðin mun verða styrkhæf frá stéttarfélögum.
Tillaga að skipulagi ferðarinnar er eftirfarandi, en auðvitað getum við skipulagt ferðina með þarfir hópsins þíns í huga.
Fimmtudagur:
Flogið í beinu flugi til Toronto. Lent um kvöldmatarleytið og farið beint á hótel í miðbænum.
Föstudagur:
Rúta rækir hópinn eftir morgunmat og útskráningu á hótelinu. Ekið til Durham héraðs og útikennslusvæði heimsótt, m.a. Duffin Creek og Durham Forest. Fræðst verður um Green Durham Initiative (náttúruverndarsamtök á svæðinu) og farið í gönguferð um skóginn. Kaffistopp heima hjá Dr. Henderson. Heimsókn til Trails Youth Initiative (sjálfboðaliðasamtök ungmenna sem hafa verið til lengi og eru þekkt fyrir frábært starf með ungmennum) og áfram til OELC Ontario Educational Leadership Centre (leiðtogaþjálfun fyrir 12-19 ára) norður af Orillia. Kvöldmatur í OELC. Þaðan haldið til Limberlost (2 klst. akstur) og komið þangað í myrkri.
Laugardagur:
Eftir morgunmat í Limberlost er haldið í Algonquinn Park þar sem heimsóttar verða Camp Ahmek og Camp Pathfinder eða Camp Tamakwa. Hádegismatur er nesti (útbúið um morguninn) og eftir það er farið í gestastofu þar sem fræðst er um Friends of Algonquinn. Haldið til baka til Limberlost þar sem hópurinn eldar saman kvöldmat. Umræður um kvöldið.
Sunnudagur:
Umræður um morguninn eftir morgunmat. Ekið aftur til Toronto (2 ½ – 3 klst. akstur), hádegismatur á leiðinni, komið til Toronto í eftirmiðdaginn. Dvalið á sama hóteli og fyrstu nóttina.
Mánudagur:
Morgunheimsókn til Toronto Island til að skoða Toronto Island Science School eða frjáls tími það sem eftir er dags til að skoða sig um í borginni þar til haldið er á flugvöllinn síðdegis.
Hvenær er hægt að fara í ferðina? Þegar þér og hópnum þínum hentar.
Hvað kostar? Kostnaður er breytilegur eftir tímasetningu og lengd ferðar.
Fyrir nánari upplýsingar hafðu samband við erlendur@mundo.is eða í síma 516-4646.