Í þessari sex daga gönguferð upplifum við náttúrufegurð Færeyja og fáum góða innsýn menningu og sögu nágrannaþjóðar okkar. Gengið verður um áhugaverðar slóðir á Vogey, Straumey, Austurey og Karlsey. Við göngum gamlar þjóðleiðir, svo kallaðar byggðagötur, og á hæsta tind Færeyja, Slættaratind.
Við erum á fullu að vinna í pílagrímaferðum ársins 2025 til Spánar og það sem er á teikniborðinu er meðal annars páskaferð, kvennaferð, rútuferð þar sem gengið verður það besta af frönsku leiðinni, hjólaferð, haustferð og sitthvað fleira, jafnvel nýjar leiðir sem við höfum ekki verið með áður. Fylgist með!
Ferðaskrifstofan Mundo stendur fyrir árlegum skíðagöngunámskeiðum á Siglufirði í janúar, febrúar og mars, og hafa þau vakið gríðarlega lukku meðal þátttakenda. Frábærir skíðakennarar frá Ólafsfirði og Siglufirði sjá um að kenna þér allt sem þarf um gönguskíði í undurfagurri náttúru Norðurlands…