Portúgalski Jakobsvegurinn liggur frá Lissabon um Porto til Santiago de Compostela. Til eru þrjú afbrigði: (1) Camino Central Portugues, (2) Camino Portugues por la Costa, (3) Senda Litoral de Camino Costal. Við ætlum að ganga síðustu 130 km frá Valença/Tui, sérleið sem kallast Variante Espiritual, í gegnum Redondela, Pontevedra, Villanova de Arousa og Padrón á 7 dögum til Santiago de Compostela.
Portúgalski Jakobsvegurinn liggur frá Lissabon um Porto til Santiago de Compostela. Hópurinn ætlar að ganga fallegustu kaflana meðfram hvítum sand- og klettaströndum og um skógarstíga og sveitaþorp. Við munum njóta þess að finna lyktina af sumrinu, gæða okkur á góðum mat, rækta líkama og sál og njóta þess að vera til í góðum félagsskap og fallegu umhverfi.
Við erum á fullu að vinna í pílagrímaferðum ársins 2025 til Spánar og það sem er á teikniborðinu er meðal annars páskaferð, kvennaferð, rútuferð þar sem gengið verður það besta af frönsku leiðinni, hjólaferð, haustferð og sitthvað fleira, jafnvel nýjar leiðir sem við höfum ekki verið með áður. Fylgist með!