Bóka/greiða staðfestingargjald
Staðfestingargjald er 145.000 kr./mann
Mundo ætlar að bjóða uppá stórkostlega ferð til Japan í október til að upplifa tímalausa fegurð fornra mustera og helgidóma sem eru staðsettir í og við líflegt borgarlíf Kyoto, Hakone og Tokyo. Hópurinn nýtur stórkostlegrar japanskrar matargerðar, allt frá götumatargleði til Michelin-stjörnu meistaraverka. Japan er þekt fyrir hlýju og gestrisni, þar sem aldagamlar hefðir mæta háþróaðri nýsköpun. Að finna augnablik æðruleysis í friðsælum görðum eða taka þátt í hrífandi orku iðandi gatna Tókýó er óglyeymanleg upplifun. Japan er land óvenjulegra andstæðna, þar sem framtíð og fortíð fléttast óaðfinnanlega saman. Þetta er staður sem mun vekja skilningarvit þín, kveikja forvitni þína og skilja eftir ógleymanlegar minningar.
Fararstjóri er Sigmundur Páll Freysteinsson.
Ferðatímabil: 19. október til 1. nóvember 2024
Verð: 1.190.000 kr./mann miðað við tvo í herbergi.
Aukagjald fyrir einbýli: 145.000 kr.
Staðfestingargjald: 145.000 kr. (óafturkræft nema ferð falli niður)
Fjöldi farþega: lágmark 10 – hámark 12
Eftirstöðvar greiðast 6 vikum fyrir brottför
Upplýsingar gefur Erlendur í s. 561 4646 netfang: mundo@mundo.is
Farðu ofan í hina ríkulegu japönsku arfleifð, skoðaðu samúræjakastala, geishahverfi og heilög musteri undir öruggri leiðsögn Sigmundar Páls Freysteinssonar sem nam textílhönnun í Kyoto.
Japan státar af einu áreiðanlegasta og skilvirkasta flutningskerfi heims og ótrúlega lága glæpatíðni, sem gerir landið öruggt fyrir ferðamenn.
Fyrri hluta ferðarinnar verður varið í Kyoto sem er hin forna höfuðborg Japans, borgin full af sögu, menningu og stórkostlegri fegurð. Þetta er staður þar sem þú getur ráfað um friðsæl musteri, rölt um heillandi garða og upplifað einstakar hefðir sem hafa gengið í gegnum kynslóðir.
Eftir að hafa upplifað Kyoto fer hópurinn með hraðlest til fjallabæjarins Hakone sem er staðsettur í Fuji-Hakone-Izu þjóðgarðinum sem býður upp á einstaka blöndu af náttúruundrum, menningarverðmætum og slökun. Fuchi fjallið blasir við frá bænum og þar eru heitir hverir og er bærinn þekktur fyrir einstök baðhús og verður eitt þeirra m.a. heimsótt.
Frá Hakone er aftur sest upp í hraðlest og er stefnan tekin á höfuðborgina Tokyo. Borgin er ólík öllum öðrum borgum þar sem heillandi blanda af fornum hefðum og nútíma undrum mætast og munu koma stöðugt á óvart.
Dvalist verður á hótelum í hæsta gæðaflokki
Fararstjóri ferðarinnar er Sigmundur Páll Freysteinsson hann er fatahönnuður að mennt, með brennandi áhuga á japanskri menningu. Hann stundaði framhaldsnám í hefðbundnum japönskum textíl aðferðum í Kyoto Seika University. Þá bjó hann í norður hluta Kyoto ásamt fjölskyldu sinni og hefur ferðast víða um Japan.
19. og 20. október – ferðadagar
Lagt af stað frá Keflavík kl. 08:45 (flogið með Finnair) með millilendingu í Helsinki. Lent í á KIX í Osaka kl. 12:35 20. október. Hópurinn tekur hraðlest frá flugvellinum yfir á Kyoto Station en ferðalagið tekur kringum 1 klukkutíma og 45 mínútur. Hópnum verður ekið frá Kyoto station á hótel miðsvæðis í borginni. Þar verður strax hægt að skrá sig inn, skila farangri og slaka á í smá stund. Eftir að hafa komið okkur fyrir á hótelinu göngum við um hverfið og endum ferðadaginn á kvöldmat á hefðbundnum japönskum veitingastað.
21. október – dagur 2
Eftir góða hvíld og morgunverð á hótelinu tökum við lest að Toji hofinu sunnarlega í Kyoto. Þar er haldinn heimsfrægur antíkmarkaður 21. hvers mánaðar þar sem hægt er að finna allskonar gersemar. Eftir að hafa skoðað markaðinn borðum við saman hádegismat.
Í framhaldinu ferðumst við yfir að hofinu Fushimi Inari Taisha sem er eitt af þekktustu kennileitum Kyoto. Þar förum við í gönguferð í gegnum þúsundir heilagra tori hliða upp fagra fjallshlíðina og á toppnum sjáum við útsýni yfir Kyoto.
22. október – dagur 3
Byrjum daginn snemma á að skoða Kyomizu-dera sem er eitt frægasta hof Kyoto borgar og suður Higashiyama hverfið sem er talið eitt fallegast hverfið í borginni. Þaðan þræðum við okkur í gegnum nokkur minni hof á meðan við göngum í gegnum hverfið.
Í hádeginu færum við okkur nær miðbæ Kyoto og göngum í gegnum Nishiki matarmarkaðinn sem hýsir yfir 100 búðir og veitingastaði í þröngri götu. Við löbbum í gegn og hver og einn getur valið úrval af japönsku mat úr gæða hráefnum til að smakka.
Eftir hádegi færum við okkur yfir í sögufræga Geisha hverfið Gion, sem er einkennist af hefðbundnum japönskum arkitektúr,þar eru tehús, búðir og veitingastaðir. Meðan við erum í Gion upplifum við í hefðbundna japanska te athöfn.
Eftir að hafa skoðað Gion förum við aftur á hótelið í smá hvíld og hittumst síðan aftur um kvöldið í kvöldmat á líflegum veitingastað.
Hugmynd að kvöldmat: Iso Stand
23. október – dagur 4
Byrjum daginn snemma á að ferðast til Arashiyama sem er vesturhluti Kyoto. Þar byrjum við á að skoða hið fallega Tenryu-ji horf og garðinn þar í kring. Næst göngum við í gegnum fræga bambus skóginn í Arashiyama og þaðan í Okochi-Sanso villuna þar sem við stoppum í grænt te og sætindi. Síðan borðum við snemma hádegismat í Arashiyama.
Eftir hádegismat tökum við rútu/leigubíl til Kinkaku-ji sem gengur yfirleitt undir nafninu Gyllta hofið. Eftir að að hafa skoðað Kinkaku-ji förum við aftur á hótelið í smá hvíld og hittumst síðan aftur í kvöldmat.
24. október – dagur 5 – dagsferð til Nara
Dagsferð til Nara sem var fyrsta höfuðborg Japan og er í klukkutíma fjarlægð frá Kyoto. Nara er fræg fyrir falleg hof og dádýr sem að ganga villt um borgina. Við leggjum snemma af stað og skoðum helstu hofin og undurfagra garða sem að prýða Nara.
25. október – dagur 6
Þetta er dagur þar sem hægt er að vafra um á eigin vegum um Kyoto borg, kíkja í verslanir og njóta á eigin vegum. Einnig er hægt að fara í ferðalag með lítilli fallegri lest norður út fyrir Kyoto að fjalli sem heitir Kurama, ganga upp fjallið í gegnum fallegan skóg að hofi sem stendur á toppnum. Þegar komið er niður af fjallinu er hægt að snæða hádegismat við rætur Kurama áður en lestin fer aftur til baka til Kyoto.
Einnig er hægt að heimsækja Matsui Sake verksmiðjuna og fá leiðsögn um framleiðsluna og smakka japanskt Sake hrísgrjónavín.
26. október – dagur 7 Kyoto – Hakone
Byrjum daginn snemma og tökum hraðlestina frá Kyoto til Hakone. Hakone er fjallabær fræg fyrir baðhús og lúxus hefðbundnar gistingar. Þar gistum við eina nótt á fínu hefðbundnu japönsku Ryokan gistihúsi og upplifum allt sem það hefur upp á að bjóða. Innifalið í gistingunni er hefðbundinn Kaiseki kvöldmatur sem er eitt fínasta form af japanskri matargerð. Á gistihúsinu förum við í utandyra baðhús sem kallast Onsen og slökum á eftir mikil ferðalög síðustu daga. Á svæðinu er hægt að ganga um náttúruna og upplifa utandyra söfn eins og Hakone Open-Air Museum.
27. október – dagur 8
28. október – dagur 9
Fyrsti dagur fer í að skoða nútíma Tokyo, við byrjum daginn á að skoða eitt af lykil hverfunum Harajuku og Omotesando og skoðum síðan Meiji-jingu hofið og garðinn þar í kring. Stoppum síðan á Nezu safninu áður en við færum okkur yfir í Shibuya hverfið í hádegismat.
Eftir hádegismat skoðum við Shibuya crossing og svæðið þar í kring en það er fjölmennasta svæðið í Tokyo.
Mögulega stoppa á hótelinu í stutta hvíld.
Næst færum við okkur yfir til Roppongi, skoðum hverfið og förum meðal annars í Mori turninn og fáum yfirsýn yfir borgina frá 52 hæð. Endum síðan daginn í kvöldmat í Roppingi, ef einhver orka er eftir hjá hópnum t.d er hægt að fá sér drykk í Roppongi hverfinu.
29. október – dagur 10
Gömlu hlið Tokyo skoðuð,dagurinn byrjarí Yanaka hverfinu sem var skilið nánast ósnert í seinni heimstyrjöldinni. Þaðan förum við og skoðum hið heimsfræga Tokyo national museum. Eftir hádegismat skoðum við Senso-ji sem er eitt frægasta hof í Tokyo.
Í framhaldinu tekur við smá hvíld á hótelinu og síðan hittumst við aftur og borðum sushi á flottum veitingastað um kvöldið.
30. október – dagur 11
Byrjum síðasta heila dagi ferðarinnar snemma á Tsujiki fiskmarkaðnum. Þar getum við prófað allskonar japanska matargerð úr ferskasta hráefni sem er hægt að hugsa sér. Þaðan ferðumst við yfir í Meguro hverfið þar sem við göngum meðfram Meguro ánni yfir í skemmtilegt hverfi sem heitir Daikanyama. Þar borðum við hádegismat og skoðum okkur um.
Loka kvöldverður ferðarinnar verður í Shibuya á líflegum Izakaya stað, japönsk matargerð eins og hún gerist best og við fögnum vel heppnaðri ferð.
31. október dagur 12 – ferðadagur
Rólegur dagur með morgunmat á hótelinu, hægt að skoða sig um hverfin sem stóðu uppúr og síðan hittumst við tímanlega á hótelinu til að ferðast út á flugvöll og fljúga aftur til Reykjavíkur. Lending í Reykjavík 1. nóv