Bóka/greiða staðfestingargjald
Staðfestingargjald er 74.000 kr./mann
Ertu göngugarpur í góðu fjallgönguformi? Má bjóða þér þriggja landa sýn á tíu daga göngu?
Stórkostleg og krefjandi tveggja vikna gönguferð með tíu göngudögum umhverfis Mont Blanc. Tour du Mont Blanc er ein elsta merkta gönguleið í Evrópu.
Lengd göngunnar er um það bil 170 km, samanlögð hækkun um 9000 m og liggur leiðin í gegnum Frakkland, Ítalíu og Sviss. Náttúrufegurðin er engu lík og er enginn dagur eins heldur toppar móðir jörð sig á degi hverjum.
Flogið er til Genfar og gangan hefst daginn eftir frá Chamonix í Frakklandi.
Gisting: Gist er 8 nætur í fjallaskálum í opnu rými (4-20 manna herbergi) og sex nætur á hótelum.