Portúgalski Jakobsvegurinn liggur frá Lissabon um Porto til Santiago de Compostela. Hópurinn ætlar að ganga fallegustu kaflana meðfram hvítum sand- og klettaströndum og um skógarstíga og sveitaþorp. Við munum njóta þess að finna lyktina af sumrinu, gæða okkur á góðum mat, rækta líkama og sál og njóta þess að vera til í góðum félagsskap og fallegu umhverfi.
Bindifestivalurinn í Fuglafirði er stórhátíð prjóna- og handverksfólks. Færeyingar eru svo sannarlega góðir heim að sækja og í þessari ferð verður margt skemmtilegt að sjá og upplifa.
Tveggja vikna sumarnámskeið fyrir ungmenni 15-20 ára í samstarfi við CLIC málaskólann í Cádiz. Skólinn hefur haldið sumarnámskeið fyrir ungmenni um árabil með frábærum árangri. Námskeiðið er afar vinsælt, spænskukennslan er framúrskarandi og alla daga er fjölbreytt dagskrá með afar góðu utanumhaldi.
Við erum á fullu að vinna í pílagrímaferðum ársins 2025 til Spánar og það sem er á teikniborðinu er meðal annars páskaferð, kvennaferð, rútuferð þar sem gengið verður það besta af frönsku leiðinni, hjólaferð, haustferð og sitthvað fleira, jafnvel nýjar leiðir sem við höfum ekki verið með áður. Fylgist með!
Ferðaskrifstofan Mundo stendur fyrir árlegum skíðagöngunámskeiðum á Siglufirði í janúar, febrúar og mars, og hafa þau vakið gríðarlega lukku meðal þátttakenda. Frábærir skíðakennarar frá Ólafsfirði og Siglufirði sjá um að kenna þér allt sem þarf um gönguskíði í undurfagurri náttúru Norðurlands…
Við gistum á yndislegu hóteli í hjarta gamla bæjarins í Riga, förum á þrjú ólík handverksnámskeið, heimsækjum einstaka spunaverksmiðju, fáum gönguleiðsögn um gamla bæinn í Riga, heimsækjum jólamarkað, smökkum…
Mundo í samvinnu við tungumálaskólann “Spanish en Cádiz” býður upp á spænskunámskeið fyrir 50 ára og eldri einstaklinga, hvort sem farið er á eigin vegum eða í hóp. …
Þarftu hvíld og dekur?
Ef svarið við þessu er já þá gætir þú kunnað að meta að dvelja í viku á dekurhótelinu Termy Palacowe í Nalezco w, rétt hjá Lublin í Póllandi. Innifalið í verðinu er 6 nætur, allar máltíðir á heilsuhælinu, ellefu klukkustundir af fjölbreyttum heilsu- og snyrtimeðferðum og ótakmarkaður tími í baðhús, leirbað, sauna o.fl. Ekki má gleyma undurfallegri náttúru þar sem hægt er að gleyma sér á göngu í loftslagi sem rómað er fyrir heilun. Þú getur farið hvenær sem þér hentar ef það eru laus pláss.