MUNDO hefur sérhannað ferðir fyrir kennarahópa til Frakklands og Spánar hvort sem er í byrjun sumarleyfis eða í haust- og vetrarfríum.
Ferðirnar er styrkhæfar hjá KÍ, enda vönduð dagskrá með skólaheimsóknum, fyrirlestrum og örnámskeiðum. Lífleg dagskrá hvern dag með góðri samsetningu af fræðslu og skemmtun.
Viltu gefa unglingnum í fjölskyldunni inneign sem fer í reynslubankann? Viltu gefa þeim sem þér þykir vænt um inneign í ógleymanlegt ævintýri? Gjafabréf Mundo er hægt að nýta sem innborgun í ferðir og námskeið á vegum Mundo.
Er “4 árið” í menntaskóla ekki fengið tækifæri til að læra nýtt tungumál og hugleiða næstu skref? Stytting menntaskólaáranna hefur ekki vakið ánægju allra en það sem þó er jákvætt er að nú má segja að íslenskir nemar geti leyft sér hið margrómaða UMHUGSUNARÁR sem vinsælt hefur verið meðal ungs fólks í öðrum löndum.
Tveggja vikna sumarnámskeið fyrir ungmenni 15-20 ára í samstarfi við CLIC málaskólann í Cádiz. Skólinn hefur haldið sumarnámskeið fyrir ungmenni um árabil með frábærum árangri. Námskeiðið er afar vinsælt, spænskukennslan er framúrskarandi og alla daga er fjölbreytt dagskrá með afar góðu utanumhaldi.
Mundo í samvinnu við tungumálaskólann “Spanish en Cádiz” býður upp á spænskunámskeið fyrir 50 ára og eldri einstaklinga, hvort sem farið er á eigin vegum eða í hóp. …
Ferðaskrifstofan Mundo er í góðu sambandi við alþjóðlegu GSD skólana á Spáni. GSD skólarnir eru stofnaðir af spænskum kennurum sem vildu móta skólastarfið eftir þeirra eigin bestu reynslu úr kennslustarfinu. Skólarnir eru dreifðir um landið og eru leik,- grunn- og […]