Er “4 árið” í menntaskóla ekki fengið tækifæri til að læra nýtt tungumál og hugleiða næstu skref? Stytting menntaskólaáranna hefur ekki vakið ánægju allra en það sem þó er jákvætt er að nú má segja að íslenskir nemar geti leyft sér hið margrómaða UMHUGSUNARÁR sem vinsælt hefur verið meðal ungs fólks í öðrum löndum.
Tveggja vikna sumarnámskeið fyrir 14-16 ára ungmenni. Alla daga er fjölbreytt dagskrá með afar góðu utanumhaldi og einnig er íslenskir fararstjórar eru með í ferðinni og halda utan um krakkana. Þátttakendum er skipt í hópa eftir aldri og spænskukunnáttu ef einhver er. Gist er hjá spænskum fjölskyldum til að kynnast enn betur spænskri menningu og tungumálinu.
Tveggja vikna sumarnámskeið fyrir ungmenni 15-20 ára í samstarfi við CLIC málaskólann í Cádiz. Skólinn hefur haldið sumarnámskeið fyrir ungmenni um árabil með frábærum árangri. Námskeiðið er afar vinsælt, spænskukennslan er framúrskarandi og alla daga er fjölbreytt dagskrá með afar góðu utanumhaldi.
Mundo í samvinnu við tungumálaskólann “Spanish en Cádiz” býður upp á spænskunámskeið fyrir 50 ára og eldri einstaklinga, hvort sem farið er á eigin vegum eða í hóp. …
Hvað viltu gera eftir stúdentspróf? Vaxin upp úr skiptinámi en langar að prófa að búa erlendis? 18 ára – 25 ára Einstakt tilboð til að komast í náin kynni við kjarna spænsks samfélags sem örfáir geta tekið þátt í á […]
Langar þig að láta drauminn um að verða góð/ur í spænsku rætast? Nennir þú ekki að fara á enn eitt byrjendanámskeiðið þrátt fyrir stúdentsprófið þitt í spænsku hvað þá að fara í málaskóla þar sem er fólk sem lærir mun […]
Mundo hefur sterk tengsl við Spán og menntastofnanir þar í landi. Með stolti getum við boðið áhugasömum upp á sérsniðið spænskunám sem hentar hverjum og einum, hvort sem um ræðir einstakling, fjölskyldu, hópa, spænskukennara, vinnustaði o.s.frv. Margir skólar og staðsetningar […]